Innlent

Verðbólgan veldur áhyggjum

Brjánn Jónasson skrifar
Verðbólgan kemur við marga og nærri helmingur vill helst stuðla að lágri verðbólgu í komandi kjarasamningum.
Verðbólgan kemur við marga og nærri helmingur vill helst stuðla að lágri verðbólgu í komandi kjarasamningum. Fréttablaðið/vilhelm
Rúmlega tveir af hverjum þremur landsmönnum, 67,4 prósent, hafa miklar áhyggjur af verðbólgunni, samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent vann fyrir Samtök Atvinnulífsins (SA).

Í frétt á vef SA kemur fram að aðeins 10,5 prósent hafi litlar áhyggjur af verðbólgunni en 22 prósent segja að verðbólgan valdi þeim hvorki miklum né litlum áhyggjum.

Þá sýnir könnunin að 44,9 prósent vilja að mest áhersla verði lögð á að stuðla að lágri verðbólgu í komandi kjarasamningum, en 29 prósent vilja mesta áherslu á verulegar launahækkanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×