Íslenski boltinn

Elín Metta hjá Val til 2016

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elín Metta með Önnu Maríu Baldursdóttur á hælunum.
Elín Metta með Önnu Maríu Baldursdóttur á hælunum. Mynd/Ernir
Valsmenn hafa gengið frá nýjum þriggja ára samningi við einn efnilegasta framherja landsins, Elínu Mettu Jensen.

Elín Metta sló í gegn 17 ára gömul með meistaraflokki Vals sumarið 2012. Hún varð þá markahæst í deildinni með 18 mörk í jafnmörgum leikjum. Í sumar skoraði hún 17 mörk í jafnmörgum leikjum.

Elín Metta var í landsliðshópi Íslands á Evrópumótinu í sumar og kom við sögu í tapinu gegn Svíum í átta liða úrslitum. Hún á að baki fimm A-landsleiki en er enn í leit að sínu fyrsta landsliðsmarki.

Sú markheppna skoraði 8 mörk í 17 leikjum með 19 ára landsliðinu og 17 mörk í 14 leikjum með 17 ára landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×