Erfitt að vera repúblikani í Hollywood 5. nóvember 2013 20:00 Melissa Joan Hart gat sér gott orð sem unga nornin Sabrina í samnefndum sjónvarpsþáttum AFP/NordicPhotos Melissa Joan Hart, sem er ef til vill hvað best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Sabrina, í sjónvarpsþáttunum Unga Nornin Sabrina vakti mikla athygli þegar hún sagðist kjósa Repúblikanaflokkinn fyrir næstum tuttugu árum þegar hún lék enn hlutverk nornarinnar ungu. Hart segir því fjarri að hún sé eina íhaldssama Hollywood-stjarnan. Fréttastofa Fox News tók viðtalið við barnastjörnuna í vikunni, þar sem þeir rifjuðu upp þegar Hart sagði að meðleikarar hennar í þáttunum geysivinsælu um ungu nornina hefðu orðið fyrir áfalli þegar þau fréttu að hún hefði kosið Bob Dole, forsetaefni Repúblikanaflokksins, umfram Bill Clinton í kosningum til forseta Bandaríkjanna árið 1996. „Já, það voru nokkrir sem ráku upp stór augu á tökustað þann daginn,“ sagði Hart, sem var tvítug þegar kosningarnar fóru fram, í samtali við Fox á þriðjudaginn. „Mér finnst ég samt finna sífellt fleiri repúblikana í Hollywood og ég elska að rökræða pólítík. Það er enginn algjörlega svona eða hinsegin. Mér finnst það miður að það séu bara tveir flokkar til í Bandaríkjunum. Ég vildi að þeir væru fleiri því enginn passar algjörlega í annan flokkinn,“ segir Hart. Þegar hún var innt eftir því hvernig pólítísk sjónarmið hefðu breyst í skemmtanaiðnaðnum síðastliðin tuttugu ár, svaraði Hart: „Um þessar mundir er ég umkringd repúblikönum í vinnunni. En ég elska að tala við vini mína sem eru demókratar. Hlusta á sjónarmið þeirra,“ sagði Hart jafnframt. Stuttu eftir forsetakosningarnar í fyrra sagði Hart í viðtali við Fox News að hún hefði lært lexíu daginn sem hún kaus Dole, sextán árum áður. „Það kenndi mér að maður talar ekki um pólítík í Hollywood, og flestir hugsa ekki eins og þú. En ég fann líka að það eru margir sem kjósa Repúblikanaflokkinn, en þora ekki að segja frá því. Það er eins og það sé á svörtum lista. Það hræðir mig,“ sagði Hart. Hart hefur löngum stutt Repúblikanaflokkinn opinberlega, og það fór misvel í fólk í forsetakosningunum í fyrra. Hart hafði sett á Twitter að hún kæmi til með að kjósa Mitt Romney, forsetaefni repúblikana, í kosningunum. „Ég var kölluð öllum illum nöfnum,“ sagði Hart. „Fólk skrifaði að þau vonuðu að ég mydi deyja, og þau vonuðu að börnin mín væru samkynhneigð - sem á að vera einhvers konar refsing. Hatrið var ótrúlegt,“ sagði Hart að lokum. Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fleiri fréttir Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Sjá meira
Melissa Joan Hart, sem er ef til vill hvað best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Sabrina, í sjónvarpsþáttunum Unga Nornin Sabrina vakti mikla athygli þegar hún sagðist kjósa Repúblikanaflokkinn fyrir næstum tuttugu árum þegar hún lék enn hlutverk nornarinnar ungu. Hart segir því fjarri að hún sé eina íhaldssama Hollywood-stjarnan. Fréttastofa Fox News tók viðtalið við barnastjörnuna í vikunni, þar sem þeir rifjuðu upp þegar Hart sagði að meðleikarar hennar í þáttunum geysivinsælu um ungu nornina hefðu orðið fyrir áfalli þegar þau fréttu að hún hefði kosið Bob Dole, forsetaefni Repúblikanaflokksins, umfram Bill Clinton í kosningum til forseta Bandaríkjanna árið 1996. „Já, það voru nokkrir sem ráku upp stór augu á tökustað þann daginn,“ sagði Hart, sem var tvítug þegar kosningarnar fóru fram, í samtali við Fox á þriðjudaginn. „Mér finnst ég samt finna sífellt fleiri repúblikana í Hollywood og ég elska að rökræða pólítík. Það er enginn algjörlega svona eða hinsegin. Mér finnst það miður að það séu bara tveir flokkar til í Bandaríkjunum. Ég vildi að þeir væru fleiri því enginn passar algjörlega í annan flokkinn,“ segir Hart. Þegar hún var innt eftir því hvernig pólítísk sjónarmið hefðu breyst í skemmtanaiðnaðnum síðastliðin tuttugu ár, svaraði Hart: „Um þessar mundir er ég umkringd repúblikönum í vinnunni. En ég elska að tala við vini mína sem eru demókratar. Hlusta á sjónarmið þeirra,“ sagði Hart jafnframt. Stuttu eftir forsetakosningarnar í fyrra sagði Hart í viðtali við Fox News að hún hefði lært lexíu daginn sem hún kaus Dole, sextán árum áður. „Það kenndi mér að maður talar ekki um pólítík í Hollywood, og flestir hugsa ekki eins og þú. En ég fann líka að það eru margir sem kjósa Repúblikanaflokkinn, en þora ekki að segja frá því. Það er eins og það sé á svörtum lista. Það hræðir mig,“ sagði Hart. Hart hefur löngum stutt Repúblikanaflokkinn opinberlega, og það fór misvel í fólk í forsetakosningunum í fyrra. Hart hafði sett á Twitter að hún kæmi til með að kjósa Mitt Romney, forsetaefni repúblikana, í kosningunum. „Ég var kölluð öllum illum nöfnum,“ sagði Hart. „Fólk skrifaði að þau vonuðu að ég mydi deyja, og þau vonuðu að börnin mín væru samkynhneigð - sem á að vera einhvers konar refsing. Hatrið var ótrúlegt,“ sagði Hart að lokum.
Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fleiri fréttir Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Sjá meira