Innlent

Margrét Danadrottning væntanleg til Íslands

Margrét Þórhildur, Danadrottning.
Margrét Þórhildur, Danadrottning. mynd/afp
Margrét Þórhildur Danadrottning er væntanleg hingað til lands til að vera viðstödd afmælisdagskrá í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar, dagana 12. til 14. nóvember.

RÚV greinir frá málinu og segir Stofnun Árna Magnússonar efna til margvíslegra viðburða og verkefna í tilefni afmælisársins, en haldinn verður sérstakur afmælisfyrirlestur og hátíðardagskrá í Þjóðleikhúsinu þann 13. nóvember, sem er afmælisdagur Árna.

Dagskrá drottningar má nálgast á vef dönsku konungshallarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×