Hafna sjálfstæðu gjaldi á ferðamenn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. desember 2013 10:15 Áætlað er að 238 þúsund manns hafi heimsótt Skógafoss frá því um síðustu áramót og út ágúst. Fréttablaðið/Pjetur Meirihluti sveitarstjórnar Rangárþings eystra hafnaði tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gjaldtöku á ferðamannastöðum á vegum sveitarfélagsins. Í tillögunni var gert ráð fyrir gjaldi við ferðamannastaði sem Rangárþing eystra ber kostnað af. Gjaldið ætti að skila 20 milljónum króna á næsta ári. „Víðar eru fjölsóttir staðir sem sveitarfélagið hefur séð um að bæta aðgengi að og veruleg útgjöld hafa skapast hjá sveitarfélaginu vegna þessa og er því ekki óeðlilegt að þeir sem njóta og nota greiði hóflegt gjald til viðhalds þessara náttúruperlna,“ segir í greinargerð með tillögunni sem meirihluti fulltrúa Framsóknarflokksins hafnaði. Framsóknarmenn sögðu Rangárþing eystra ekki geta hafið einhliða gjaldtöku við Skógafoss og Seljalandsfoss. Landið væri ekki í einkaeigu sveitarfélagsins. „Landið við Skógafoss er til dæmis í eigu fimm sveitarfélaga og Seljalandsfoss og nærsvæði er í eigu nokkurra aðila. Tillögunni er þess vegna hafnað að svo stöddu máli, enda engin útfærsla fólgin í henni önnur en tekjuliðurinn,“ bókaði meirihlutinn sem vitnaði til þess að ráðherra ferðamála væri að skoða leiðir til að hefja gjaldtöku hjá ferðamönnum.Ragnheiður Elín Árnadóttir er ráðherra ferðamála.Fréttablaðið/Valli„Ráðherra hefur boðað að þessar leiðir verði tilbúnar á næsta ári, til dæmis í formi svokallaðs náttúrupassa. Ráðherra hefur eindregið hvatt aðila til þess að bíða með gjaldtöku á ferðamannastöðum þar til tillaga hefur verið staðfest,“ bókuðu framsóknarmenn. Í tillögu sjálfstæðismanna var bent á að fyrstu átta mánuði þessa árs væri áætlaður fjöldi ferðamanna við Seljalandsfoss um 190 þúsund og við Skógafoss um 238 þúsund. Á þessum stöðum hefði verið komið fyrir stigum auk þess sem sveitarfélagið ræki þar salerni. „Nokkurs misskilnings gætir í bókun meirihlutans sem þarf að leiðrétta. Ekki er lagt til að sveitarfélagið taki einhliða upp gjaldtöku á ferðamannastöðum án samráðs við landeigendur eða aðra hlutaðeigandi,“ bókuðu sjálfstæðismenn sem kváðu furðu sæta að fella tillöguna en leggja hana lítillega breytta aftur til í bókun sem þá þyrfti að afgreiða á öðrum sveitarstjórnarfundi. „Hefði verið nær, að okkar mati, að leggja fram breytingartillögu við framkomna tillögu okkar sem líkur eru á að sátt hefði náðst um í dag.“ Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Meirihluti sveitarstjórnar Rangárþings eystra hafnaði tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gjaldtöku á ferðamannastöðum á vegum sveitarfélagsins. Í tillögunni var gert ráð fyrir gjaldi við ferðamannastaði sem Rangárþing eystra ber kostnað af. Gjaldið ætti að skila 20 milljónum króna á næsta ári. „Víðar eru fjölsóttir staðir sem sveitarfélagið hefur séð um að bæta aðgengi að og veruleg útgjöld hafa skapast hjá sveitarfélaginu vegna þessa og er því ekki óeðlilegt að þeir sem njóta og nota greiði hóflegt gjald til viðhalds þessara náttúruperlna,“ segir í greinargerð með tillögunni sem meirihluti fulltrúa Framsóknarflokksins hafnaði. Framsóknarmenn sögðu Rangárþing eystra ekki geta hafið einhliða gjaldtöku við Skógafoss og Seljalandsfoss. Landið væri ekki í einkaeigu sveitarfélagsins. „Landið við Skógafoss er til dæmis í eigu fimm sveitarfélaga og Seljalandsfoss og nærsvæði er í eigu nokkurra aðila. Tillögunni er þess vegna hafnað að svo stöddu máli, enda engin útfærsla fólgin í henni önnur en tekjuliðurinn,“ bókaði meirihlutinn sem vitnaði til þess að ráðherra ferðamála væri að skoða leiðir til að hefja gjaldtöku hjá ferðamönnum.Ragnheiður Elín Árnadóttir er ráðherra ferðamála.Fréttablaðið/Valli„Ráðherra hefur boðað að þessar leiðir verði tilbúnar á næsta ári, til dæmis í formi svokallaðs náttúrupassa. Ráðherra hefur eindregið hvatt aðila til þess að bíða með gjaldtöku á ferðamannastöðum þar til tillaga hefur verið staðfest,“ bókuðu framsóknarmenn. Í tillögu sjálfstæðismanna var bent á að fyrstu átta mánuði þessa árs væri áætlaður fjöldi ferðamanna við Seljalandsfoss um 190 þúsund og við Skógafoss um 238 þúsund. Á þessum stöðum hefði verið komið fyrir stigum auk þess sem sveitarfélagið ræki þar salerni. „Nokkurs misskilnings gætir í bókun meirihlutans sem þarf að leiðrétta. Ekki er lagt til að sveitarfélagið taki einhliða upp gjaldtöku á ferðamannastöðum án samráðs við landeigendur eða aðra hlutaðeigandi,“ bókuðu sjálfstæðismenn sem kváðu furðu sæta að fella tillöguna en leggja hana lítillega breytta aftur til í bókun sem þá þyrfti að afgreiða á öðrum sveitarstjórnarfundi. „Hefði verið nær, að okkar mati, að leggja fram breytingartillögu við framkomna tillögu okkar sem líkur eru á að sátt hefði náðst um í dag.“
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira