Skoðaði tvö hundruð „statusa“ á Facebook Freyr Bjarnason skrifar 7. maí 2013 17:24 Fréttablaðið/Auðunn „Þetta var þrælgaman. Ég sat og glotti við tönn megnið af tímanum,“ segir Finnur Friðriksson, dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hann komst að áhugaverðum niðurstöðum þegar hann rannsakaði muninn á ummælum og hegðun karla og kvenna á einni Facebook-síðu yfir einn sólarhring. Hann skoðaði tvö hundruð stöðuuppfærslur frá 113 mismunandi einstaklingum og 516 ummæli frá 360 einstaklingum á síðunni. „Það ber að varast að draga stórar ályktanir af þessu en margfeldniáhrifin sem eru í Facebook eru mikil,“ segir Finnur, sem komst að því að samskipti fólks augliti til auglits virðast vera svipuð og samskipti þess á Facebook. Hann flokkaði efnið á Facebook í samfélags-, stjórnmála- og hversdagsflokka. Samkvæmt niðurstöðu hans setja konur tvöfalt oftar en karlar a inn hversdags-stöðuuppfærslur, til dæmis ef þær hafa skroppið í bíltúr á Þingvöll, sett inn myndir af börnunum, eða svokallaða „montstatusa“ um börnin sín. Í samfélagsflokki tjáðu konurnar sig um föt eða tísku en karlar ræddu íþróttir og skelltu inn bröndunum. Karlar tjáðu sig jafnframt mun meira um tónlist eða kvikmyndir en konur. Jafnræði var á milli kynjanna þegar stjórnmálaumræða var annars vegar. Á Facebook virtust karlar tjá sig að langmestu leyti um stöðuuppfærslur hjá öðrum körlum og konur gerðu það sama hjá öðrum konum, eða í um 75% tilfella í báðum tilvikum. Aðspurður segir Finnur að margt á Facebook virðist endurspegla muninn á hugsunarhætti kynjanna og gott sé að nota síðuna í rannsóknarskyni. „Maður er með aðgang að gríðarlega miklu efni þar sem fólk er að tjá sig, að ég held býsna frjálslega,“ segir hann. Frá þessum sólahring sem hann rannsakaði prentaði hann út áttatíu síður af Facebook og var hátt í viku að vinna úr efninu. Næsta verkefni hans er að rannsaka notkun unglinga á Facebook og er hann búinn að fá aðgang að tveimur slíkum síðum.Konur nota fleiri upphrópunarmerki Konur voru mun duglegri í að nota upphrópunarmerki eða broskarla á Facebook en karlar. „Konur virðast nota heldur meira af upphrópunarmerkjum og oftast þegar þær eru hneykslaðar á einhverju eða lýsa yfir ánægju með eitthvað, til dæmis með gott veður. Karlar nenna ekki að æsa sig nema ef verið er að tala um íþróttir eða bíla,“ segir Finnur. Konur nota broskarla oftar og kom Finnur auga á átta mismunandi afbrigði af broskörlunum hjá þeim. Karlar notuðu bara þrjú afbrigði af broskörlunum og tvö þeirra voru fýlukarlar. Hvað hjörtu varðar notuðu konur þau eingöngu. Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
„Þetta var þrælgaman. Ég sat og glotti við tönn megnið af tímanum,“ segir Finnur Friðriksson, dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hann komst að áhugaverðum niðurstöðum þegar hann rannsakaði muninn á ummælum og hegðun karla og kvenna á einni Facebook-síðu yfir einn sólarhring. Hann skoðaði tvö hundruð stöðuuppfærslur frá 113 mismunandi einstaklingum og 516 ummæli frá 360 einstaklingum á síðunni. „Það ber að varast að draga stórar ályktanir af þessu en margfeldniáhrifin sem eru í Facebook eru mikil,“ segir Finnur, sem komst að því að samskipti fólks augliti til auglits virðast vera svipuð og samskipti þess á Facebook. Hann flokkaði efnið á Facebook í samfélags-, stjórnmála- og hversdagsflokka. Samkvæmt niðurstöðu hans setja konur tvöfalt oftar en karlar a inn hversdags-stöðuuppfærslur, til dæmis ef þær hafa skroppið í bíltúr á Þingvöll, sett inn myndir af börnunum, eða svokallaða „montstatusa“ um börnin sín. Í samfélagsflokki tjáðu konurnar sig um föt eða tísku en karlar ræddu íþróttir og skelltu inn bröndunum. Karlar tjáðu sig jafnframt mun meira um tónlist eða kvikmyndir en konur. Jafnræði var á milli kynjanna þegar stjórnmálaumræða var annars vegar. Á Facebook virtust karlar tjá sig að langmestu leyti um stöðuuppfærslur hjá öðrum körlum og konur gerðu það sama hjá öðrum konum, eða í um 75% tilfella í báðum tilvikum. Aðspurður segir Finnur að margt á Facebook virðist endurspegla muninn á hugsunarhætti kynjanna og gott sé að nota síðuna í rannsóknarskyni. „Maður er með aðgang að gríðarlega miklu efni þar sem fólk er að tjá sig, að ég held býsna frjálslega,“ segir hann. Frá þessum sólahring sem hann rannsakaði prentaði hann út áttatíu síður af Facebook og var hátt í viku að vinna úr efninu. Næsta verkefni hans er að rannsaka notkun unglinga á Facebook og er hann búinn að fá aðgang að tveimur slíkum síðum.Konur nota fleiri upphrópunarmerki Konur voru mun duglegri í að nota upphrópunarmerki eða broskarla á Facebook en karlar. „Konur virðast nota heldur meira af upphrópunarmerkjum og oftast þegar þær eru hneykslaðar á einhverju eða lýsa yfir ánægju með eitthvað, til dæmis með gott veður. Karlar nenna ekki að æsa sig nema ef verið er að tala um íþróttir eða bíla,“ segir Finnur. Konur nota broskarla oftar og kom Finnur auga á átta mismunandi afbrigði af broskörlunum hjá þeim. Karlar notuðu bara þrjú afbrigði af broskörlunum og tvö þeirra voru fýlukarlar. Hvað hjörtu varðar notuðu konur þau eingöngu.
Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira