Skoðaði tvö hundruð „statusa“ á Facebook Freyr Bjarnason skrifar 7. maí 2013 17:24 Fréttablaðið/Auðunn „Þetta var þrælgaman. Ég sat og glotti við tönn megnið af tímanum,“ segir Finnur Friðriksson, dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hann komst að áhugaverðum niðurstöðum þegar hann rannsakaði muninn á ummælum og hegðun karla og kvenna á einni Facebook-síðu yfir einn sólarhring. Hann skoðaði tvö hundruð stöðuuppfærslur frá 113 mismunandi einstaklingum og 516 ummæli frá 360 einstaklingum á síðunni. „Það ber að varast að draga stórar ályktanir af þessu en margfeldniáhrifin sem eru í Facebook eru mikil,“ segir Finnur, sem komst að því að samskipti fólks augliti til auglits virðast vera svipuð og samskipti þess á Facebook. Hann flokkaði efnið á Facebook í samfélags-, stjórnmála- og hversdagsflokka. Samkvæmt niðurstöðu hans setja konur tvöfalt oftar en karlar a inn hversdags-stöðuuppfærslur, til dæmis ef þær hafa skroppið í bíltúr á Þingvöll, sett inn myndir af börnunum, eða svokallaða „montstatusa“ um börnin sín. Í samfélagsflokki tjáðu konurnar sig um föt eða tísku en karlar ræddu íþróttir og skelltu inn bröndunum. Karlar tjáðu sig jafnframt mun meira um tónlist eða kvikmyndir en konur. Jafnræði var á milli kynjanna þegar stjórnmálaumræða var annars vegar. Á Facebook virtust karlar tjá sig að langmestu leyti um stöðuuppfærslur hjá öðrum körlum og konur gerðu það sama hjá öðrum konum, eða í um 75% tilfella í báðum tilvikum. Aðspurður segir Finnur að margt á Facebook virðist endurspegla muninn á hugsunarhætti kynjanna og gott sé að nota síðuna í rannsóknarskyni. „Maður er með aðgang að gríðarlega miklu efni þar sem fólk er að tjá sig, að ég held býsna frjálslega,“ segir hann. Frá þessum sólahring sem hann rannsakaði prentaði hann út áttatíu síður af Facebook og var hátt í viku að vinna úr efninu. Næsta verkefni hans er að rannsaka notkun unglinga á Facebook og er hann búinn að fá aðgang að tveimur slíkum síðum.Konur nota fleiri upphrópunarmerki Konur voru mun duglegri í að nota upphrópunarmerki eða broskarla á Facebook en karlar. „Konur virðast nota heldur meira af upphrópunarmerkjum og oftast þegar þær eru hneykslaðar á einhverju eða lýsa yfir ánægju með eitthvað, til dæmis með gott veður. Karlar nenna ekki að æsa sig nema ef verið er að tala um íþróttir eða bíla,“ segir Finnur. Konur nota broskarla oftar og kom Finnur auga á átta mismunandi afbrigði af broskörlunum hjá þeim. Karlar notuðu bara þrjú afbrigði af broskörlunum og tvö þeirra voru fýlukarlar. Hvað hjörtu varðar notuðu konur þau eingöngu. Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
„Þetta var þrælgaman. Ég sat og glotti við tönn megnið af tímanum,“ segir Finnur Friðriksson, dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hann komst að áhugaverðum niðurstöðum þegar hann rannsakaði muninn á ummælum og hegðun karla og kvenna á einni Facebook-síðu yfir einn sólarhring. Hann skoðaði tvö hundruð stöðuuppfærslur frá 113 mismunandi einstaklingum og 516 ummæli frá 360 einstaklingum á síðunni. „Það ber að varast að draga stórar ályktanir af þessu en margfeldniáhrifin sem eru í Facebook eru mikil,“ segir Finnur, sem komst að því að samskipti fólks augliti til auglits virðast vera svipuð og samskipti þess á Facebook. Hann flokkaði efnið á Facebook í samfélags-, stjórnmála- og hversdagsflokka. Samkvæmt niðurstöðu hans setja konur tvöfalt oftar en karlar a inn hversdags-stöðuuppfærslur, til dæmis ef þær hafa skroppið í bíltúr á Þingvöll, sett inn myndir af börnunum, eða svokallaða „montstatusa“ um börnin sín. Í samfélagsflokki tjáðu konurnar sig um föt eða tísku en karlar ræddu íþróttir og skelltu inn bröndunum. Karlar tjáðu sig jafnframt mun meira um tónlist eða kvikmyndir en konur. Jafnræði var á milli kynjanna þegar stjórnmálaumræða var annars vegar. Á Facebook virtust karlar tjá sig að langmestu leyti um stöðuuppfærslur hjá öðrum körlum og konur gerðu það sama hjá öðrum konum, eða í um 75% tilfella í báðum tilvikum. Aðspurður segir Finnur að margt á Facebook virðist endurspegla muninn á hugsunarhætti kynjanna og gott sé að nota síðuna í rannsóknarskyni. „Maður er með aðgang að gríðarlega miklu efni þar sem fólk er að tjá sig, að ég held býsna frjálslega,“ segir hann. Frá þessum sólahring sem hann rannsakaði prentaði hann út áttatíu síður af Facebook og var hátt í viku að vinna úr efninu. Næsta verkefni hans er að rannsaka notkun unglinga á Facebook og er hann búinn að fá aðgang að tveimur slíkum síðum.Konur nota fleiri upphrópunarmerki Konur voru mun duglegri í að nota upphrópunarmerki eða broskarla á Facebook en karlar. „Konur virðast nota heldur meira af upphrópunarmerkjum og oftast þegar þær eru hneykslaðar á einhverju eða lýsa yfir ánægju með eitthvað, til dæmis með gott veður. Karlar nenna ekki að æsa sig nema ef verið er að tala um íþróttir eða bíla,“ segir Finnur. Konur nota broskarla oftar og kom Finnur auga á átta mismunandi afbrigði af broskörlunum hjá þeim. Karlar notuðu bara þrjú afbrigði af broskörlunum og tvö þeirra voru fýlukarlar. Hvað hjörtu varðar notuðu konur þau eingöngu.
Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira