Lífið

Leikskóli fékk fyrsta eintakið

Freyr Bjarnason skrifar
Sirrý gaf leikskólanum Mýri barnabókina sína eftir að hafa lesið hana fyrir börnin.
Sirrý gaf leikskólanum Mýri barnabókina sína eftir að hafa lesið hana fyrir börnin. fréttablaðið/valli
Sigríður Arnardóttir, Sirrý, las upp úr barnabók sinni, Tröllastákurinn sem gat ekki sofnað, í leikskólanum Mýri.

Hún gaf skólanum einnig fyrsta eintak bókarinnar.

„Ég hef gefið út tvær bækur og þá hélt ég útgáfuhóf með léttvíni í bókabúð. Af því að þetta er barnabók langaði mig að fá strax viðbrögð barnanna við bókinni og langaði að lesa hana inni á leikskóla,“ segir Sirrý.

Leikskólinn Mýri er í götunni þar sem Sirrý býr og heldur hún mjög upp á hann. „Hann er svo umhverfisvænn og er til eftirbreytni á margan máta. Ég átti barn sem var þarna sem hugsar enn hlýlega til skólans. Mig langaði að gefa skólanum eitthvað til baka.“

Bókin er skrifuð með elstu börnin á leikskólum og þau yngstu í grunnskólum í huga. „Ég samdi þessa sögu fyrir mörgum árum fyrir strákana mína og hún algjörlega fylgdi mér. Ég varð bara að setjast niður og skrifa hana.“

Freydís Kristjánsdóttir myndskreytir bókina. Henni fylgir geisladiskur með lestri eiginmanns Sigríðar, Kristjáni Franklín Magnússyni, leikara, á sögunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.