Yfirhönnuður Calvins Klein var á Íslandi Sara McMahon skrifar 4. nóvember 2013 11:00 Fransico Costa segist hafa lært á tískuiðnaðinn hjá La Renta. AFP/NordicPhotos Fatahönnuðurinn Francisco Costa var staddur hér á landi í október. Costa er yfirhönnuður dömulínu tískuhússins Calvin Klein og hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2001. Costa var í fríi á Íslandi en tók sér þó stund til að hitta íslenska fatahönnuði í Norræna húsinu og svara spurningum þeirra. Costa starfaði hjá fatahönnuðinum Oscar de la Renta í fimm ár áður en hann hóf störf hjá Calvin Klein. Hann segir Renta vera læriföður sinn og þakkar honum velgengni sína innan tískuiðnaðarins. „Hjá honum lærði ég hvernig iðnaðurinn virkar, hann kenndi mér allt um gæði, stíl og kjólahönnun. Hjá honum lærði ég einnig að vera sjálfstæður,“ segir Costa þegar hann var spurður um tímann hjá de la Renta. Í dag sendir Costa frá sér fjórar línur á ári hverju, en hver lína inniheldur allt að sjötíu alklæðnaði sem eru svo sýndir á tískuvikunum. Um er að ræða hinar hefðbundnu haust- og vorlínur auk millilína. „Við hönnum 600 stíla í hvert sinn. Við veljum síðan 300 bestu stílana og úr þeim eru um 50 til 70 alklæðnaðir sýndir á tískuvikunum, en um hundrað fara í verslanir,“ segir hann. Spurður út í vinnuálagið segist hann vinna sleitulaust alla daga ársins. „Þetta er stanslaus vinna, alla daga. Óslitin saga frá einni línu til annarrar og við hefjum vinnu við næstu línu á meðan verið er að sýna þá fyrri.“ Þegar Costa hóf fyrst störf hjá Calvin Klein réði hann til sín sölumann í verslun tískuhússins á Madison Avenue til að aðstoða sig við hönnun fyrstu línunnar. Þetta gerði hann til að kynnast viðskiptavinum tískuhússins og þörfum þeirra nánar og segir það hafa nýst sér vel. Þegar hann er að lokum spurður út í hönnunarferlið hjá Calvin Klein segir hann: „Maður þarf að vera opinn fyrir hugmyndum og forvitinn. Svo verður maður að vera óragur við að breyta og betrumbæta stanslaust.“ Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Sjá meira
Fatahönnuðurinn Francisco Costa var staddur hér á landi í október. Costa er yfirhönnuður dömulínu tískuhússins Calvin Klein og hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2001. Costa var í fríi á Íslandi en tók sér þó stund til að hitta íslenska fatahönnuði í Norræna húsinu og svara spurningum þeirra. Costa starfaði hjá fatahönnuðinum Oscar de la Renta í fimm ár áður en hann hóf störf hjá Calvin Klein. Hann segir Renta vera læriföður sinn og þakkar honum velgengni sína innan tískuiðnaðarins. „Hjá honum lærði ég hvernig iðnaðurinn virkar, hann kenndi mér allt um gæði, stíl og kjólahönnun. Hjá honum lærði ég einnig að vera sjálfstæður,“ segir Costa þegar hann var spurður um tímann hjá de la Renta. Í dag sendir Costa frá sér fjórar línur á ári hverju, en hver lína inniheldur allt að sjötíu alklæðnaði sem eru svo sýndir á tískuvikunum. Um er að ræða hinar hefðbundnu haust- og vorlínur auk millilína. „Við hönnum 600 stíla í hvert sinn. Við veljum síðan 300 bestu stílana og úr þeim eru um 50 til 70 alklæðnaðir sýndir á tískuvikunum, en um hundrað fara í verslanir,“ segir hann. Spurður út í vinnuálagið segist hann vinna sleitulaust alla daga ársins. „Þetta er stanslaus vinna, alla daga. Óslitin saga frá einni línu til annarrar og við hefjum vinnu við næstu línu á meðan verið er að sýna þá fyrri.“ Þegar Costa hóf fyrst störf hjá Calvin Klein réði hann til sín sölumann í verslun tískuhússins á Madison Avenue til að aðstoða sig við hönnun fyrstu línunnar. Þetta gerði hann til að kynnast viðskiptavinum tískuhússins og þörfum þeirra nánar og segir það hafa nýst sér vel. Þegar hann er að lokum spurður út í hönnunarferlið hjá Calvin Klein segir hann: „Maður þarf að vera opinn fyrir hugmyndum og forvitinn. Svo verður maður að vera óragur við að breyta og betrumbæta stanslaust.“
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Sjá meira