Lífið

Klæddu sig upp sem Kryddpíurnar

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hljómsveitin The Charlies í gervi Kryddpíanna.
Hljómsveitin The Charlies í gervi Kryddpíanna.
Íslenska hljómsveitin The Charlies hélt heljarinnar hrekkjavökupartí í Hollywood.

Stúlkurnar voru klæddar upp sem breska poppsveitin Spice Girls og gerðu gott betur og sungu lög sveitarinnar fyrir veislugesti.

„Hér var fólk í hverju horni og frábær stemning, allir í búningi,“ segir Alma Guðmundsdóttir, einn meðlima sveitarinnar. Þær buðu bandarískum börnum sem bönkuðu upp á hjá þeim einnig upp á óvænt atriði. „Við sungum lagið Wannabe fyrir alla krakkana sem bönkuðu upp á og báðu um sælgæti.“

Alma segir stemninguna í Hollywood hafa verið frábæra á hrekkjavökunni. „Hér var mjög mikið líf. Gatan okkar var full af fólki og allir í rosalega flottum búningum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.