Vefsíða sem birtir myndir af fólki sem hefur tekið sjálfsmyndir í jarðaförum nýtur mikilla vinsælda á Netinu um þessar mundir. Síðan sem heitir „Selfies At Funerals“ birtir myndirnar sem eru fengnar af samskiptamiðlum á borð Instagram og Twitter.
Myndirnar eru af fólki í mismunandi ástandi, sumir sorgmæddir yfir því að vera í jarðaför en aðrir eru ánægðari með lífið. Allt á þó þetta fólk sameiginlegt að hafa ákveðið að taka mynd af sjálfu sér á sorgarstundu.