Lífið

Hjartaknúsari í húsaleit

Leikarinn Leonardo DiCaprio hefur augastað á fallegri íbúð í New York, nánar tiltekið í Greenwich Village.

Íbúðin er búin þremur svefnherbergjum og er ásett verð tæplega þrettán milljónir dollara, rúmur einn og hálfur milljarður króna. Íbúðin er ekkert slor, tæpir fjögur hundruð fermetrar á tveimur hæðum.

Í húsinu er dyravörður allan sólarhringinn og þarf sérstakt aðgangskort til að komast inn í lyftuna. Leonardo á fyrir íbúð í Hollywood en piparsveinninn vill greinilega rúmgóða íbúð í New York líka þar sem hann getur tekið á móti stjörnuvinum sínum en í þeim hópi eru meðal annars Kevin Connolly, Lukas Haas og Tobey Maguire.

Leo leitar að íbúð.
Lífið á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.