Atli ráðinn þjálfari Aftureldingar 4. nóvember 2013 18:08 Atli Eðvaldsson. Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsþjálfari, var í dag ráðinn þjálfari 2. deildarliðs Aftureldingar til þriggja ára. Atli tekur við starfinu af Enes Cogic en hann hætti eftir síðasta tímabil. Slíkt hið sama gerði Atli hjá Reyni Sandgerði.Fréttatilkynning Aftureldingar: Atli Eðvaldsson gekk frá samningi sem þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Aftureldingu til þriggja ára í Mosfellsbænum í dag. Atli hefur mikla reynslu sem þjálfari og leikmaður og hefur numið þjálfarafræðin bæði hér á landi og í Þýskalandi og meðal annars lokið UEFA Pro Licence þjálfaragráðu frá Sportshochschule Köln. Meðal félaga sem hann hefur þjálfað eru HK, ÍBV, Fylkir, KR, Þróttur, Valur og nú síðast Reynir Sandgerði. Hann gerði KR að íslands- og bikarmeisturum árið 1999. Þá hefur hann þjálfað bæði karlalandslið Íslands og 21 árs landslið Íslands. Atli spilaði sem atvinnumaður erlendis um 10 ára skeið eða frá 1980 til 1990. Þar spilaði hann 239 leiki og gerði 59 mörk í þýsku Bundesligunni fyrir Borussia Dortmund, Fortuna Dusseldorf og Bayer 05 Uerdingen og 30 leiki fyrir Genschlerbirligi í Tyrklandi. Áður en hann gerðist atvinnumaður spilaði með uppeldisfélai sínu Val og eftir að hann kom heim úr atvinnumennskunni spilaði hann með KR áður en hann lagði skóna á hilluna árið 1993. Þá spilaði Atli 70 A landsleiki fyrir Ísland, þar af 31 sem fyrirliði, og gerði í þeim 8 mörk. Afturelding býður Atla velkominn til starfa í Mosfellsbæinn og bindur miklar vonir við starf hans á komandi árum. Afturelding var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í næst efstu deild á síðasta tímabili og er markmiðið að gera betur á næsta tímabili.Úlfur Arnar Jökulsson nýr aðstoðarþjálfari Aftureldingar Úlfur Arnar Jökulsson gekk frá samningi sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Aftureldingu til þriggja ára í Mosfellsbænum í dag en hann er mörgum Mosfellingum af góðu kunnur. Úlfur er menntaður íþróttafræðingur frá Háskóla Reykjavíkur með sérhæfingu í afreks, styrktar og þrekþjálfun og hefur einnig lokið UEFA B gráðu auk fjölda annarra námskeiða sem lúta að knattspyrnu- , einka- og styrktarþjálfun. Úlfur stefnir á að klára UEFA A gráðu á komandi vetri. Úlfur kom til Aftureldingar frá Fjölni fyrir tveimur árum og hefur séð um þjálfun 2. Flokks og 3. Flokks karla Aftureldingar við góðan orðstír og náð fádæma góðum árangri. Með það að leiðarljósi að auka tengingu milli meistaraflokks karla og næstu flokka fyrir neðan, lýsir stjórn Aftureldingar yfir mikilli ánægju með skref Úlfs. Þessi ráðning undirstrikar stefnu félagsins um að ungir og kraftmiklir knattspyrnumenn í vaxandi bæjarfélagi fái sem bestan stuðning til þess að ná markmiðum sínum í heimahögum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsþjálfari, var í dag ráðinn þjálfari 2. deildarliðs Aftureldingar til þriggja ára. Atli tekur við starfinu af Enes Cogic en hann hætti eftir síðasta tímabil. Slíkt hið sama gerði Atli hjá Reyni Sandgerði.Fréttatilkynning Aftureldingar: Atli Eðvaldsson gekk frá samningi sem þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Aftureldingu til þriggja ára í Mosfellsbænum í dag. Atli hefur mikla reynslu sem þjálfari og leikmaður og hefur numið þjálfarafræðin bæði hér á landi og í Þýskalandi og meðal annars lokið UEFA Pro Licence þjálfaragráðu frá Sportshochschule Köln. Meðal félaga sem hann hefur þjálfað eru HK, ÍBV, Fylkir, KR, Þróttur, Valur og nú síðast Reynir Sandgerði. Hann gerði KR að íslands- og bikarmeisturum árið 1999. Þá hefur hann þjálfað bæði karlalandslið Íslands og 21 árs landslið Íslands. Atli spilaði sem atvinnumaður erlendis um 10 ára skeið eða frá 1980 til 1990. Þar spilaði hann 239 leiki og gerði 59 mörk í þýsku Bundesligunni fyrir Borussia Dortmund, Fortuna Dusseldorf og Bayer 05 Uerdingen og 30 leiki fyrir Genschlerbirligi í Tyrklandi. Áður en hann gerðist atvinnumaður spilaði með uppeldisfélai sínu Val og eftir að hann kom heim úr atvinnumennskunni spilaði hann með KR áður en hann lagði skóna á hilluna árið 1993. Þá spilaði Atli 70 A landsleiki fyrir Ísland, þar af 31 sem fyrirliði, og gerði í þeim 8 mörk. Afturelding býður Atla velkominn til starfa í Mosfellsbæinn og bindur miklar vonir við starf hans á komandi árum. Afturelding var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í næst efstu deild á síðasta tímabili og er markmiðið að gera betur á næsta tímabili.Úlfur Arnar Jökulsson nýr aðstoðarþjálfari Aftureldingar Úlfur Arnar Jökulsson gekk frá samningi sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Aftureldingu til þriggja ára í Mosfellsbænum í dag en hann er mörgum Mosfellingum af góðu kunnur. Úlfur er menntaður íþróttafræðingur frá Háskóla Reykjavíkur með sérhæfingu í afreks, styrktar og þrekþjálfun og hefur einnig lokið UEFA B gráðu auk fjölda annarra námskeiða sem lúta að knattspyrnu- , einka- og styrktarþjálfun. Úlfur stefnir á að klára UEFA A gráðu á komandi vetri. Úlfur kom til Aftureldingar frá Fjölni fyrir tveimur árum og hefur séð um þjálfun 2. Flokks og 3. Flokks karla Aftureldingar við góðan orðstír og náð fádæma góðum árangri. Með það að leiðarljósi að auka tengingu milli meistaraflokks karla og næstu flokka fyrir neðan, lýsir stjórn Aftureldingar yfir mikilli ánægju með skref Úlfs. Þessi ráðning undirstrikar stefnu félagsins um að ungir og kraftmiklir knattspyrnumenn í vaxandi bæjarfélagi fái sem bestan stuðning til þess að ná markmiðum sínum í heimahögum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira