Lífið

Ilmurinn úr eldhúsinu verður lokkandi

Marín Manda skrifar
Hildur Petersen og Anna Bjarnadóttir.
Hildur Petersen og Anna Bjarnadóttir.
Hildur Petersen og Anna Bjarnadóttir hafa verið vinkonur í fimmtíu ár og þrátt fyrir að Anna hafi búið í Sviss undanfarin þrjátíu ár hafa þær ræktað vinskapinn og unnið saman, meðal annars í gegnum Skype. Í fyrra gáfu þær út uppskriftaheftið, Eplakver Hildar og Önnu.



Í ár hafa þær unnið saman að 16 jólalegum uppskriftum sem heita Matarkverið, Kryddaðar jólakræsingar.

„Þetta er svolítið öðruvísi jólamatur á léttu nótunum þar sem notuð eru ýmis góð krydd en þetta kver er hollustan uppmáluð,“ segir Hildur Petersen. Hún segir heftið sýna hvernig hægt er að gera smart snarl á einfaldan hátt og bendir á að réttirnir sómi sér vel á jólahlaðborði.

„Gæði eru okkur hugleikin og í samstarfi við unga listamenn, einyrkja og lítil fyrirtæki búum við til fallegar og skemmtilegar vörur sem gefa lífinu lit.“ Heftin eru meðal annars fáanleg í Máli og menningu, Epal í Hörpunni og Ostabúðinni. Meira um vörunar á vefsíðunni hundaholmi.is.

Kryddaðar jólakræsingar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.