Innlent

Ekki búist við að snjórinn fari alveg

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Búast má við skúr eftir klukkan 14 á höfuðborgarsvæðinu í dag og svo éljagangi þegar líður á kvöldið. Núna er suðaustan átt og slydda og rigning.

Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands telur ekki líklegt að snjórinn fari alveg.

Á morgun ætti að verða úrkomulítið og svo kólnar þegar líður á daginn. Einhver él verða á þrijudag og hægur vindur og búast má við frosti á miðvikudag og fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×