Innlent

Tvö hundruð manns í kulda og slabbi eftir miðum á forsýningu Hobbitans

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Örtröð var í Nexus og fólk bíður spennt eftir að sjá nýju myndina um Hobbitan.
Örtröð var í Nexus og fólk bíður spennt eftir að sjá nýju myndina um Hobbitan. mynd/Björn Sigurðsson
Hátt í tvö hundruð æstir aðdáendur hringadróttinssögu létu kulda og slabb ekki á sig fá og biðu fyrir utan þegar verslunina Nexus þegar hún opnaði klukkan 11 í morgun.

Sumir höfðu beðið tímunum saman og höfðu með sér klappstóla, teppi og heitt kakó.

Nexus hóf miðasölu á sérstaka forsýningu á kvikmyndinni Hobbitanum tvö í morgun, en kvikmyndin fer í almenna sýningu í lok mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×