Lífið

Paris Hilton hótar Lindsay Lohan

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Á meðan allt lék í lyndi á milli Lindsay og Paris.
Á meðan allt lék í lyndi á milli Lindsay og Paris.
„Þau munu bæði þurfa að borga fyrir gjörðir sínar. Enginn gerir svona við fjölskyldumeðlim minn og sleppur,“ segir Paris Hilton á Instagram-síðu sinni en hún er ákaflega reið út í Lindsay Lohan sem er talin hafa staðið á bakvið árás sem gerð var á Barron Hilton, bróður Paris.

Árásarmenn eru sagðir hafa ráðist á Barron á föstudagskvöldið, eftir að hann átti að hafa talað illa um Lindsay Lohan. Atvikið átti sér stað við hús, í Miamiborg í Floridafylki í Bandaríkjunum, sem Barron var staddur í.

Samkvæmt sögusögnum kom Lohan upp að Barron Hilton og tjáði honum að svona færi fyrir mönnum sem töluðu illa um hana og kærasta hennar, áður en árásarmennirnir létu til skarar skríða.

Paris Hilton og Lindsay Lohan hafa átt í opinberum deilum síðan Paris lét ófögur orð falla um þá síðarnefndu árið 2006. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.