Innlent

105 börn látið lífið vegna flensu

Nordicphotos/AFP
Talið er að 105 börn hafi látist í Bandaríkjunum í árlegri tíð inflúensu í Bandaríkjunum sem farið er að sjá fyrir endann á.

Um 100 börn láta lífið árlega vegna flensunnar ef frá er talinn veturinn 2009 til 2010 þegar svínaflensan varð valdur að dauða 348 barna.

Inflúensutíðin vestanhafs hófst um mánuði fyrr en venjulega í ár. Voru blikur á lofti um að tíðin gæti orðið sú versta í lengri tíma og var neyðarástandi meðal annars lýst yfir í New York fylki.

Sex börn létu lífið í síðustu viku af völdum inflúensunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×