Íslenski boltinn

Öllum leikjunum frestað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Enginn leikur fer fram í Pepsi-deildinni í dag.
Enginn leikur fer fram í Pepsi-deildinni í dag. Mynd/Stefán
Búið er að fresta viðureign ÍA og Víkings frá Ólafsvík og KR og Fylkis í Pepsi-deild karla sem fram áttu að fara í dag.

Veður er vont á landinu í dag og þegar hafði viðureign Þórs og Keflavíkur verið frestað. Ákvörðun um frestun er í höndum dómara hvers leiks fyrir sig.

Heimildir Vísis herma að gestirnir úr Ólafsvík séu afar ósáttir með að leiknum hafi verið frestað. Sömuleiðis séu KR-ingar ekki sáttir við frestun enda stíf dagskrá framundan hjá Vesturbæingum.

Leikur KR og Fylkis hefur verið settur á klukkan 17.15 á morgun. Tímasetning hinna leikjanna verður tilkynnt á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×