Lífið

Fyrsta barn á leiðinni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ginnifer á von á barni með unnusta sínum.
Ginnifer á von á barni með unnusta sínum.
Leikkonan Ginnifer Goodwin á von á sínu fyrsta barni með unnusta sínum, Josh Dallas. Parið leikur saman í sjónvarpsþáttunum Once Upon a Time.

Ginnifer og Josh hafa verið saman síðan í mars á síðasta ári og tilkynntu um trúlofun sína í október síðastliðnum, aðeins nokkrum dögum eftir að Josh bað sinnar heittelskuðu.

Ginnifer var áður trúlofuð leikaranum Joey Kern en Josh var kvæntur leikkonunni Löru Pulver. Þau skildu árið 2011 eftir fjögurra ára hjónaband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.