Íslenski boltinn

Lettneskur landsliðsmaður inn á miðju Skagamanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Maksims Rafalskis, til vinstri, í landsleik á móti Sviss.
Maksims Rafalskis, til vinstri, í landsleik á móti Sviss. Mynd/AFP
Maksims Rafalskis hefur gert tveggja ára samning við ÍA og mun spila með Skagamönnum í Pepsi-deildinni í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

Maksims Rafalskis er 28 ára miðjumaður sem á að baki 13 landsleiki fyrir Letta frá árinu 2008. Hann spilaði síðast með liði Daugava Daugavpils sem vann lettnesku úrvalsdeildina 2012.

Rafalskis hefur mikla reynslu og á að baki farsælan feril í Lettlandi þar sem hann hefur spilaði meðal annars með lettnesku liðunum FK Riga og FK Liepajas og rússneska liðinu FC Baltika Kaliningrad.

"Við erum virkilega ánægðir að vera búnir að ná samningum við Maks en hann hefur æft með okkur undanfarna daga og staðið sig vel. Um er að ræða öflugan miðjumann sem býr yfir mikilli reynslu en hann á einmitt að baki nokkra leiki með Lettneska landsliðinu en við semjum við Maks til tveggja ára. Við höfðum verið að lýta í kringum okkur undanfarnar vikur eftir miðjumanni eftir að ljóst varð að Jesper Jensen færi frá okkur. Við erum því mjög ánægðir með komu Maks hingað á Skipaskaga því hann á bæði eftir að styrkja liðið á miðsvæðinu auk þess sem hann mun auka breiddina í okkar mannskap." sagði Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri ÍA í viðtali á heimasíðu Skagamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×