Móðir drengs með ADHD: "Kennarar og skólastjórnendur eru bara hafnir yfir lög" Hrund Þórsdóttir skrifar 6. október 2013 18:30 Kennari og skólayfirvöld grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu frömdu lögbrot með slæmri framkomu sinni gagnvart dreng með ADHD, samkvæmt niðurstöðu Umboðsmanns barna. Móðir drengsins kveðst sífellt reka sig á veggi í kerfinu og segir að skólastarfsmenn virðist hafnir yfir lög. Undanfarið höfum við fjallað um ofbeldi kennara og starfsmanna grunnskóla gagnvart nemendum. Margir foreldrar barna með athyglisbrest og ofvirkni, eða ADHD, segja farir sínar ekki sléttar í samskiptum við skólana og yfirvöld. Þar á meðal er reykvísk móðir 12 ára drengs. Í fyrstu gekk skólagangan vel en með nýjum kennara tók fljótt að halla undan fæti. Ákveðið var að mæta þörfum hans með góðum sérkennara til að veita honum athvarf frá bekkjarlífinu en móðirin segir kennarann fljótt hafa hætt að leyfa drengnum að vera nokkuð með bekknum. „Þetta athvarf var bara orðið að einangrun,“ segir móðirin. Að sögn hennar komst einangrunin á það stig að drengnum var ekki boðið í skólaferðalög og aðra viðburði og eitt sinn var henni tilkynnt síðla föstudags að hann væri óvelkominn í sveitaferð skólans á mánudeginum. Hún hafi ekki fengið svigrúm til að mæta sjálf eða útvega aðra fylgd með drengnum. „Þannig að það var bara búið að ákveða fyrirfram að barnið væri ekki að fara og mér var tilkynnt það,“ segir hún. Þetta hafi tekið mikið á drenginn. Hún segir hann hafa verið félagslega sterkan en útskúfun kennarans hafi smitað út frá sér og drengurinn til dæmis hætt að fá boð í afmæli hinna barnanna. Þá hafi hann ekki fengið lögbundna sundkennslu í þrjú ár og skólinn aldrei tilkynnt henni það. Hún á fleiri börn og tekur skýrt fram að oftast séu starfsmenn skólanna til fyrirmyndar. Hún er líka mjög ánægð með skólann sem drengurinn er í eftir að hann var færður um set, en fyrir liggur að hann þurfi að snúa aftur í sinn gamla skóla. Alls hefur hann þurft að ganga í fimm skóla og á einum tímapunkti segir móðirin að fjölskyldan hafi þurft að flytja svo hann fengi boðlegt skólaúrræði. Skóli án aðgreiningar var innleiddur fyrir nokkrum árum og hún segir að verðandi kennurum standi til boða áfangar til að læra um frávik barna en að fáir nýti sér þá. „En hvernig í ósköpunum eiga þá kennarar að geta mætt þörfum þessara barna?“ spyr móðirin. Málið hefur þvælst í kerfinu í nokkur ár og móðirin kveðst alls staðar reka sig á veggi. Umboðsmaður barna hafi staðfest að framkoma kennarans og skólans sé lögbrot en ekkert sé þó aðhafst. „Kennarar og skólastjórnendur eru bara hafnir yfir lög, sem kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir,“ segir hún að lokum. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Búið að laga bilunina sem olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Kennari og skólayfirvöld grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu frömdu lögbrot með slæmri framkomu sinni gagnvart dreng með ADHD, samkvæmt niðurstöðu Umboðsmanns barna. Móðir drengsins kveðst sífellt reka sig á veggi í kerfinu og segir að skólastarfsmenn virðist hafnir yfir lög. Undanfarið höfum við fjallað um ofbeldi kennara og starfsmanna grunnskóla gagnvart nemendum. Margir foreldrar barna með athyglisbrest og ofvirkni, eða ADHD, segja farir sínar ekki sléttar í samskiptum við skólana og yfirvöld. Þar á meðal er reykvísk móðir 12 ára drengs. Í fyrstu gekk skólagangan vel en með nýjum kennara tók fljótt að halla undan fæti. Ákveðið var að mæta þörfum hans með góðum sérkennara til að veita honum athvarf frá bekkjarlífinu en móðirin segir kennarann fljótt hafa hætt að leyfa drengnum að vera nokkuð með bekknum. „Þetta athvarf var bara orðið að einangrun,“ segir móðirin. Að sögn hennar komst einangrunin á það stig að drengnum var ekki boðið í skólaferðalög og aðra viðburði og eitt sinn var henni tilkynnt síðla föstudags að hann væri óvelkominn í sveitaferð skólans á mánudeginum. Hún hafi ekki fengið svigrúm til að mæta sjálf eða útvega aðra fylgd með drengnum. „Þannig að það var bara búið að ákveða fyrirfram að barnið væri ekki að fara og mér var tilkynnt það,“ segir hún. Þetta hafi tekið mikið á drenginn. Hún segir hann hafa verið félagslega sterkan en útskúfun kennarans hafi smitað út frá sér og drengurinn til dæmis hætt að fá boð í afmæli hinna barnanna. Þá hafi hann ekki fengið lögbundna sundkennslu í þrjú ár og skólinn aldrei tilkynnt henni það. Hún á fleiri börn og tekur skýrt fram að oftast séu starfsmenn skólanna til fyrirmyndar. Hún er líka mjög ánægð með skólann sem drengurinn er í eftir að hann var færður um set, en fyrir liggur að hann þurfi að snúa aftur í sinn gamla skóla. Alls hefur hann þurft að ganga í fimm skóla og á einum tímapunkti segir móðirin að fjölskyldan hafi þurft að flytja svo hann fengi boðlegt skólaúrræði. Skóli án aðgreiningar var innleiddur fyrir nokkrum árum og hún segir að verðandi kennurum standi til boða áfangar til að læra um frávik barna en að fáir nýti sér þá. „En hvernig í ósköpunum eiga þá kennarar að geta mætt þörfum þessara barna?“ spyr móðirin. Málið hefur þvælst í kerfinu í nokkur ár og móðirin kveðst alls staðar reka sig á veggi. Umboðsmaður barna hafi staðfest að framkoma kennarans og skólans sé lögbrot en ekkert sé þó aðhafst. „Kennarar og skólastjórnendur eru bara hafnir yfir lög, sem kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Búið að laga bilunina sem olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira