Innlent

Minnast fórnarlambanna í Útey

Gestum er frjálst að koma með rósir til að leggja við lundinn.
Gestum er frjálst að koma með rósir til að leggja við lundinn.
Ungir jafnaðarmenn verða með minningarathöfn í kvöld um þá sem létust í voðaverkunum í Útey í Noregi fyrir tveimur árum síðan. Athöfnin fer fram við Minningarlundinn við Norræna húsið í Vatnsmýri og hefst klukkan 20.00.

Haldin verður mínútuþögn og er gestum frjálst að koma með rósir til að leggja í lundinn, að því er segir í tilkynningu frá Ungum jafnaðarmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×