Innlent

Gefa út fréttatímarit án auglýsinga

Boði Logason skrifar
"Við ætlum að gera tilraun til gefa áskrifendum færi á auglýsingalausu umhverfi,“ segir Aðalsteinn Kjartansson.
"Við ætlum að gera tilraun til gefa áskrifendum færi á auglýsingalausu umhverfi,“ segir Aðalsteinn Kjartansson.
„Við ætlum að gera tilraun til gefa áskrifendum færi á auglýsingalausu umhverfi,“ segir Aðalsteinn Kjartansson, einn af þremur stofnendum veftímaritsins Skástriks sem lítur dagsins ljós á næstu vikum.

„Þetta fréttatímarit kemur út vikulega. Hjá okkur verður hægt að lesa langar umfjallanir og fréttaskýringar þar sem við ætlum að kafa djúpt ofan í málin. Við ætlum að spanna allt sviðið, vera með innlendar og erlendar fréttir, pólitík og fréttir úr dómstólunum,“ segir Aðalsteinn.

Stofnendur tímaritsins eru þrír, en ásamt Aðalsteini eru þau Atli Þór Fanndal og Lilja Skaftadóttir listaverkasali og fjárfestir.

Atli Þór og Aðalsteinn störfuðu áður á DV og Lilja átti hlut í blaðinu. „Lilja kemur inn með okkur og leggur okkur til örlítið fé, hún hefur einnig verið í því að móta umgjörð blaðsins,“ segir hann.

„Við ætlum að vera á spjaldtölvum og á netinu. Þá verður einnig hægt að sækja allar fréttir á hljóðbókarformi,“ segir Aðalsteinn.

Vinna við undirbúning útgáfu Skástriks hefur staðið yfir síðustu mánuði og er stefnt að því að opna vefinn á næstu vikum.

Þá mun annar fjölmiðill hefja göngu sína á næstu vikum sem nefnist Kjarninn, en þeir sem standa að honum ætla einnig að gefa út efni sitt út á netinu og spjaldtölvum.

Aðalsteinn Kjartansson og Atli Þór Fanndal, blaðamenn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×