Alvara leiksins Ólafur Björn Tómasson skrifar 2. nóvember 2013 06:00 Frá blautu barnsbeini hefur fátt reynst mér jafn fjarstæðukennt og fótbolti. Óþrjótandi áhugi kynbræðra minna hefur ætíð verkað sem eilíft hringsól kringum þá grunnhugmynd að negla bolta í net. Það er þessi ofureinfaldleiki sem flækist fyrir mér og hefur það gerst oftar en einu sinni að ég hef hökt á spurningunni: „Hvaða liði heldurðu með í ensku?“ og þar með bind ég enda á mögulegan félagsskap við hvern sem spyr. Eftir á velti ég því fyrir mér hvort ég hafi tapað vin eða grætt tíma sem annars yrði varið í vangaveltur um hvernig Brasilíumanni muni ganga að sparka knetti í átt að fölum Hollendingi á laugardögum. Haffi í vinnunni vill meina að ef þú getur talað um fótbolta getir þú talað við hvern sem er, að sparkspjall sé hið raunverulega lingua franca vorra tíma. Það er alls ekki galin hugmynd heldur þegar maður sér tvo gjörsamlega ókunnuga menn ræða um „leikinn“ eins og þeir hafi fæðst hlið við hlið. Síðan er sú staðreynd að fótboltamállýsku er að finna í daglegu máli jafnt sem í málefnum líðandi stundar hjá fréttaveitum landsins. Boltinn er víst farinn að rúlla, það er allt að gerast í boltanum, hlutum er snúið úr vörn í sókn þar til allt heila klabbið er flautað af. En nú er ég farinn að missa marks og það ber að senda mig beint á bekkinn. Strax í fyrsta bekk grunnskóla voru áhrif fótbolta í daglegu lífi áberandi. Annaðhvort hélstu með Manchester eða Liverpool, svo einfalt var það. Fyrir strák sem fylgdist ekki með íþróttinni og meira að segja æfði samkvæmisdans varð hann að ansi auðveldu skotmarki í frímínútum. Heiðarleg tilraun var gerð til að halda með Manchester, síðan Liverpool, síðan Arsenal af því þeir voru með fallbyssu í merkinu sínu. Fátt annað gerðist en að ég kveikti á sjónvarpinu eftir hádegi nokkra laugardaga í röð, sá gæja í rauðum treyjum hlaupa grænt grasið niður og fannst það leiðinlegt. Eftir jólin sá ég „The Empire Strikes Back“ í fyrsta skipti og hætti frekari tilraunum til að berja áhugasvið mitt til hlýðni við óskir bekkjarbræðra minna. Hins vegar þar sem ég var Star Wars-njörður sem æfði samkvæmisdansa var ég frekar oft barinn af bekkjarbræðrum mínum. Fótbolti er mér ekki hitamál, hatursmál eða eitthvað sem vekur upp slæmar minningar um einelti af hálfu HK-inga (sem voru meira en hálfur bekkurinn). Það er algjört áhugaleysi sem vekur hjá mér forvitni um hvernig ég get ekki tekið heils hugar þátt í iðju svo rótgróinni í kringum mig. En að sjálfsögðu ver ég ekki of miklum tíma í slíkar vangaveltur. Þannig spila ég ekki leikinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Frá blautu barnsbeini hefur fátt reynst mér jafn fjarstæðukennt og fótbolti. Óþrjótandi áhugi kynbræðra minna hefur ætíð verkað sem eilíft hringsól kringum þá grunnhugmynd að negla bolta í net. Það er þessi ofureinfaldleiki sem flækist fyrir mér og hefur það gerst oftar en einu sinni að ég hef hökt á spurningunni: „Hvaða liði heldurðu með í ensku?“ og þar með bind ég enda á mögulegan félagsskap við hvern sem spyr. Eftir á velti ég því fyrir mér hvort ég hafi tapað vin eða grætt tíma sem annars yrði varið í vangaveltur um hvernig Brasilíumanni muni ganga að sparka knetti í átt að fölum Hollendingi á laugardögum. Haffi í vinnunni vill meina að ef þú getur talað um fótbolta getir þú talað við hvern sem er, að sparkspjall sé hið raunverulega lingua franca vorra tíma. Það er alls ekki galin hugmynd heldur þegar maður sér tvo gjörsamlega ókunnuga menn ræða um „leikinn“ eins og þeir hafi fæðst hlið við hlið. Síðan er sú staðreynd að fótboltamállýsku er að finna í daglegu máli jafnt sem í málefnum líðandi stundar hjá fréttaveitum landsins. Boltinn er víst farinn að rúlla, það er allt að gerast í boltanum, hlutum er snúið úr vörn í sókn þar til allt heila klabbið er flautað af. En nú er ég farinn að missa marks og það ber að senda mig beint á bekkinn. Strax í fyrsta bekk grunnskóla voru áhrif fótbolta í daglegu lífi áberandi. Annaðhvort hélstu með Manchester eða Liverpool, svo einfalt var það. Fyrir strák sem fylgdist ekki með íþróttinni og meira að segja æfði samkvæmisdans varð hann að ansi auðveldu skotmarki í frímínútum. Heiðarleg tilraun var gerð til að halda með Manchester, síðan Liverpool, síðan Arsenal af því þeir voru með fallbyssu í merkinu sínu. Fátt annað gerðist en að ég kveikti á sjónvarpinu eftir hádegi nokkra laugardaga í röð, sá gæja í rauðum treyjum hlaupa grænt grasið niður og fannst það leiðinlegt. Eftir jólin sá ég „The Empire Strikes Back“ í fyrsta skipti og hætti frekari tilraunum til að berja áhugasvið mitt til hlýðni við óskir bekkjarbræðra minna. Hins vegar þar sem ég var Star Wars-njörður sem æfði samkvæmisdansa var ég frekar oft barinn af bekkjarbræðrum mínum. Fótbolti er mér ekki hitamál, hatursmál eða eitthvað sem vekur upp slæmar minningar um einelti af hálfu HK-inga (sem voru meira en hálfur bekkurinn). Það er algjört áhugaleysi sem vekur hjá mér forvitni um hvernig ég get ekki tekið heils hugar þátt í iðju svo rótgróinni í kringum mig. En að sjálfsögðu ver ég ekki of miklum tíma í slíkar vangaveltur. Þannig spila ég ekki leikinn.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar