Íslenski boltinn

Haukur Páll til reynslu hjá Stabæk

Stefán Árni Pálsson skrifar
Haukur Páll Sigurðsson í leik með Val.
Haukur Páll Sigurðsson í leik með Val. mynd / getty images
Knattspyrnumaðurinn Haukur Páll Sigurðsson, leikmaður Vals, mun á næstunni fara til reynslu hjá norska félaginu Stabæk.

Miðjumaðurinn mun dvelja í Noregi í sex daga og æfa með liðinu en þetta kemur fram á vefsíðunni fotbolti.net í dag.

Haukur Páll er samningslaus eftir tímabilið og getur því farið frítt frá Valsmönnum.

„Hugurinn stefnir klárlega út. Maður er kominn á þann aldur að það er að verða síðasti séns. Ég mun reyna að gera mitt besta þarna úti," sagði Haukur í samtali við Fótbolta.net fyrr í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×