Deilt um afsökunarbeiðni Boði Logason skrifar 25. september 2013 23:29 Hannes og Sigurbjörg starfa bæði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Mynd/365 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í pistli á Pressunni í kvöld að Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild HÍ, og Robert Wade prófessor hafi beðist afsökunar á orðum sem þau höfðu eftir honum í nokkrum erlendum tímaritum. Sigurbjörg gangrýnir hinsvegar Hannes fyrir að fara með deilurnar í fjölmiðla. Upphaflega greinin birtist í Cambridge Journal of Economics í janúar í fyrra, þar sem haft var eftir Hannesi innan gæsalappa að „Frjálshyggjutilraun Davíðs Oddssonar er saga um mesta árangur í heimi.“ Sigurbjörg baðst afsökunar á þessum mistökum og mun afsökunarbeiðnin birtast í tímaritinu í nóvember, ásamt athugasemdum Hannesar Hólmstein. Í pistli sínum á Pressunni segir Hannes jafnframt að Sigurbjörg og Wade hafi „boðist til að leiðrétta villu sína í þeim blöðum og tímaritum, sem hafa birt hana.“ Sigurbjörg segir hinsvegar í samtali við fréttastofu í kvöld að það sé ekki rétt, í bréfi sínu hafi komið fram að þau séu tilbúin að birta samskonar athugasemdir, hafi Hannes fyrir því að skrifa til þeirra blaða og tímarita sem rætt er um. Þá segist Sigurbjörg alltaf haldið því fram að þessar umræður eigi að fara fram á akademískum vettvangi, en ekki í fjölmiðlum, en Hannes var í viðtali við Kastljós í kvöld þar sem hann ræddi um málið. Þá hafi hún einnig fengið 10 blaðsíðna langan tölvupóst frá lögfræðingi Hannesar í byrjun ágúst, „sem hafi ekki verið neitt annað en hótunarbréf.“ „Þetta eru aðferðir sem eru notaðar til að þagga niður í fólki, aðferðir sem er ekki hægt að kenna við neitt annað en ofbeldi. Það er mín skoðun,“ segir hún. „Ég ákvað það strax að þegar málinu yrði lokið, þá ætlaði ég ekki að þegja yfir þessu. Ég sé enga ástæðu til þess þegar þetta er komið á þennan vettvang. Ég er alls ekki ein um að verða fyrir hótunum, skrekk og tilburðum. Ég er ekki ein um það í Háskóla Íslands, það veit ég. Svona ofbeldi hefur þann tilgang að reyna að þagga niður í manni. En ég ætla ekki að hjálpa ofbeldinu að virka. Þá fyrst er maður að bregðast fólkinu sem maður vinnur fyrir, fólkinu í landinu - því það borgar launin okkar,“ segir hún. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í pistli á Pressunni í kvöld að Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild HÍ, og Robert Wade prófessor hafi beðist afsökunar á orðum sem þau höfðu eftir honum í nokkrum erlendum tímaritum. Sigurbjörg gangrýnir hinsvegar Hannes fyrir að fara með deilurnar í fjölmiðla. Upphaflega greinin birtist í Cambridge Journal of Economics í janúar í fyrra, þar sem haft var eftir Hannesi innan gæsalappa að „Frjálshyggjutilraun Davíðs Oddssonar er saga um mesta árangur í heimi.“ Sigurbjörg baðst afsökunar á þessum mistökum og mun afsökunarbeiðnin birtast í tímaritinu í nóvember, ásamt athugasemdum Hannesar Hólmstein. Í pistli sínum á Pressunni segir Hannes jafnframt að Sigurbjörg og Wade hafi „boðist til að leiðrétta villu sína í þeim blöðum og tímaritum, sem hafa birt hana.“ Sigurbjörg segir hinsvegar í samtali við fréttastofu í kvöld að það sé ekki rétt, í bréfi sínu hafi komið fram að þau séu tilbúin að birta samskonar athugasemdir, hafi Hannes fyrir því að skrifa til þeirra blaða og tímarita sem rætt er um. Þá segist Sigurbjörg alltaf haldið því fram að þessar umræður eigi að fara fram á akademískum vettvangi, en ekki í fjölmiðlum, en Hannes var í viðtali við Kastljós í kvöld þar sem hann ræddi um málið. Þá hafi hún einnig fengið 10 blaðsíðna langan tölvupóst frá lögfræðingi Hannesar í byrjun ágúst, „sem hafi ekki verið neitt annað en hótunarbréf.“ „Þetta eru aðferðir sem eru notaðar til að þagga niður í fólki, aðferðir sem er ekki hægt að kenna við neitt annað en ofbeldi. Það er mín skoðun,“ segir hún. „Ég ákvað það strax að þegar málinu yrði lokið, þá ætlaði ég ekki að þegja yfir þessu. Ég sé enga ástæðu til þess þegar þetta er komið á þennan vettvang. Ég er alls ekki ein um að verða fyrir hótunum, skrekk og tilburðum. Ég er ekki ein um það í Háskóla Íslands, það veit ég. Svona ofbeldi hefur þann tilgang að reyna að þagga niður í manni. En ég ætla ekki að hjálpa ofbeldinu að virka. Þá fyrst er maður að bregðast fólkinu sem maður vinnur fyrir, fólkinu í landinu - því það borgar launin okkar,“ segir hún.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent