Deilt um afsökunarbeiðni Boði Logason skrifar 25. september 2013 23:29 Hannes og Sigurbjörg starfa bæði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Mynd/365 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í pistli á Pressunni í kvöld að Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild HÍ, og Robert Wade prófessor hafi beðist afsökunar á orðum sem þau höfðu eftir honum í nokkrum erlendum tímaritum. Sigurbjörg gangrýnir hinsvegar Hannes fyrir að fara með deilurnar í fjölmiðla. Upphaflega greinin birtist í Cambridge Journal of Economics í janúar í fyrra, þar sem haft var eftir Hannesi innan gæsalappa að „Frjálshyggjutilraun Davíðs Oddssonar er saga um mesta árangur í heimi.“ Sigurbjörg baðst afsökunar á þessum mistökum og mun afsökunarbeiðnin birtast í tímaritinu í nóvember, ásamt athugasemdum Hannesar Hólmstein. Í pistli sínum á Pressunni segir Hannes jafnframt að Sigurbjörg og Wade hafi „boðist til að leiðrétta villu sína í þeim blöðum og tímaritum, sem hafa birt hana.“ Sigurbjörg segir hinsvegar í samtali við fréttastofu í kvöld að það sé ekki rétt, í bréfi sínu hafi komið fram að þau séu tilbúin að birta samskonar athugasemdir, hafi Hannes fyrir því að skrifa til þeirra blaða og tímarita sem rætt er um. Þá segist Sigurbjörg alltaf haldið því fram að þessar umræður eigi að fara fram á akademískum vettvangi, en ekki í fjölmiðlum, en Hannes var í viðtali við Kastljós í kvöld þar sem hann ræddi um málið. Þá hafi hún einnig fengið 10 blaðsíðna langan tölvupóst frá lögfræðingi Hannesar í byrjun ágúst, „sem hafi ekki verið neitt annað en hótunarbréf.“ „Þetta eru aðferðir sem eru notaðar til að þagga niður í fólki, aðferðir sem er ekki hægt að kenna við neitt annað en ofbeldi. Það er mín skoðun,“ segir hún. „Ég ákvað það strax að þegar málinu yrði lokið, þá ætlaði ég ekki að þegja yfir þessu. Ég sé enga ástæðu til þess þegar þetta er komið á þennan vettvang. Ég er alls ekki ein um að verða fyrir hótunum, skrekk og tilburðum. Ég er ekki ein um það í Háskóla Íslands, það veit ég. Svona ofbeldi hefur þann tilgang að reyna að þagga niður í manni. En ég ætla ekki að hjálpa ofbeldinu að virka. Þá fyrst er maður að bregðast fólkinu sem maður vinnur fyrir, fólkinu í landinu - því það borgar launin okkar,“ segir hún. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í pistli á Pressunni í kvöld að Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild HÍ, og Robert Wade prófessor hafi beðist afsökunar á orðum sem þau höfðu eftir honum í nokkrum erlendum tímaritum. Sigurbjörg gangrýnir hinsvegar Hannes fyrir að fara með deilurnar í fjölmiðla. Upphaflega greinin birtist í Cambridge Journal of Economics í janúar í fyrra, þar sem haft var eftir Hannesi innan gæsalappa að „Frjálshyggjutilraun Davíðs Oddssonar er saga um mesta árangur í heimi.“ Sigurbjörg baðst afsökunar á þessum mistökum og mun afsökunarbeiðnin birtast í tímaritinu í nóvember, ásamt athugasemdum Hannesar Hólmstein. Í pistli sínum á Pressunni segir Hannes jafnframt að Sigurbjörg og Wade hafi „boðist til að leiðrétta villu sína í þeim blöðum og tímaritum, sem hafa birt hana.“ Sigurbjörg segir hinsvegar í samtali við fréttastofu í kvöld að það sé ekki rétt, í bréfi sínu hafi komið fram að þau séu tilbúin að birta samskonar athugasemdir, hafi Hannes fyrir því að skrifa til þeirra blaða og tímarita sem rætt er um. Þá segist Sigurbjörg alltaf haldið því fram að þessar umræður eigi að fara fram á akademískum vettvangi, en ekki í fjölmiðlum, en Hannes var í viðtali við Kastljós í kvöld þar sem hann ræddi um málið. Þá hafi hún einnig fengið 10 blaðsíðna langan tölvupóst frá lögfræðingi Hannesar í byrjun ágúst, „sem hafi ekki verið neitt annað en hótunarbréf.“ „Þetta eru aðferðir sem eru notaðar til að þagga niður í fólki, aðferðir sem er ekki hægt að kenna við neitt annað en ofbeldi. Það er mín skoðun,“ segir hún. „Ég ákvað það strax að þegar málinu yrði lokið, þá ætlaði ég ekki að þegja yfir þessu. Ég sé enga ástæðu til þess þegar þetta er komið á þennan vettvang. Ég er alls ekki ein um að verða fyrir hótunum, skrekk og tilburðum. Ég er ekki ein um það í Háskóla Íslands, það veit ég. Svona ofbeldi hefur þann tilgang að reyna að þagga niður í manni. En ég ætla ekki að hjálpa ofbeldinu að virka. Þá fyrst er maður að bregðast fólkinu sem maður vinnur fyrir, fólkinu í landinu - því það borgar launin okkar,“ segir hún.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira