Lífið

Íhugar að selja ÍNN

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Ingvi Hrafn er orðinn þreyttur á stjórnunarstörfum.
Ingvi Hrafn er orðinn þreyttur á stjórnunarstörfum. Fréttablaðið/Anton Brink
„Allt er til sölu fyrir rétt verð. Ég hef fengið þrjú tilboð í stöðina á síðustu tveimur árum sem hafa verið ágætlega álitleg en ég var ekki tilbúinn að láta barnið frá mér. Ekki þá,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN.

Ingvi Hrafn bendir á að hann sé orðinn 71 árs og þó hann hafi fínt þrek sé sennilega tímabært að selja eða fá nýja hluthafa inn í dæmið til að byggja sjónvarpsstöðina upp.

„Ég er orðinn þreyttur á stjórnunarstörfunum. Ég elska Hrafnaþing en það er rosalega mikið verk að reka þetta einn. Þó þetta sé ekki 365. Ég er mjög hugsi þessa dagana. Ef það koma réttir aðilar myndi ég sennilega taka þeim mjög vel.“ Engin er pressan en Ingvi Hrafn segir að ekki sé ósennilegt að til tíðinda dragi á fyrstu dögum janúarmánaðar.

Ingvi Hrafn heyrir að fjárfestar segi sér að aldrei hafi verið eins mikið af peningum í umferð á Íslandi og núna, þeir finni sér bara ekki farveg. Ingvi Hrafn segir að það sé frekar það að hann sé að horfa til rólegri tíma en á það hörmulega ástand sem ríkir á fjölmiðlamarkaði, nú þegar Illugi Gunnarsson argi Ríkisútvarpinu glórulaust á auglýsinga- og kostunarmarkað þar sem það fái að sækja sér sextán hundruð milljónir.

„Þeir fara hamförum um þennan markað og komast upp með þetta því margir valdamenn eru með algjöra fóbíu fyrir 365,“ segir Ingvi: „Þetta er sú Grýla sem veldur því að við búum hér við hætti sem tíðkuðust í Sovét.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.