Hugsa þarf skipulagsmál upp á nýtt Svavar Hávarðsson skrifar 9. nóvember 2013 07:00 Helmingur borgarlandsins hefur verið lagður undir samgöngumannvirki. Fréttablaðið/gva Áskoranir sem Íslendingar standa frammi fyrir í skipulagsgerð eru miklar og flóknar. Ef þróunin heldur áfram á sömu braut og undanfarna áratugi mun það leiða þjóðina í ógöngur. Þetta á ekki síst við um þróun byggðar. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttir, forstjóra Skipulagsstofnunar, aðalræðumanns á Umhverfisþingi 2013 í gær. Meginumræðuefni þingsins er skipulag lands og hafs, sjálfbær þróun og samþætting verndar og nýtingar. „Ég ætla að halda því fram að við þurfum að taka viðfangsefnin öðrum tökum en fyrri kynslóðir skipulagsfagfólks hafa gert. Við þurfum nýja hugsun, nýja nálgun, nýjar aðferðir því viðfangsefnið krefst viðsnúnings á þeirri þróun sem við höfum stuðlað á seinustu áratugum,“ sagði Ásdís og tók dæmi. Helmingur alls borgarlandsins hefur verið lagður undir samgöngumannvirki og einn bíll er á hvern einstakling á aldrinum 17 ára til sjötugs. Líkan af framtíðarþróun segir Ásdísi, ef litið er 30 ár fram og aftur í tíma, að stefni í að 50 þúsund fleiri bílar verði á götunum 2040, verði viðmiðum um uppbyggingu byggðar ekki breytt. „Hvað erum við tilbúin til að þenja byggðina mikið út, leggja mikið land undir bílinn og leggja mikið úr sameiginlegum sjóðum til að gera þetta kleift. Spurningin er: Hvað er sjálfbært.“ Ásdís spurði sig jafnframt að því hvort við værum á sjálfbærri braut í húsnæðismálum. Stutta svarið er nei. Hún spurði hvað við værum reiðubúin til að leggja mikið land undir byggð, hvaða land viljum við nýta undir byggð og hvernig húsnæði henti þjóð sem er að eldast og fjölskyldustærð fer minnkandi. „Sögulega er þróunin einföld og skýr. Við höfðum 120 íbúa á hektara í Reykjavík árið 1940; 70 á hektara árið 1960 og vorum komin niður í tæplega 50 árið 1975 og 36 á hektara árið 2005. Á hvaða leið erum við sé horft til næstu 30 ára,“ spurði Ásdís og leit til Tjarnarbyggðar í Flóa þar sem fullbyggð er gert ráð fyrir um 600 íbúum. „Þá er einn íbúi á hektara á jafnstóru svæði og Selfoss, þar sem búa núna 6.500 manns.“ Ásdís sagði að ákveðinn þéttleiki og blöndun byggðar væri mikilvæg forsenda sjálfbærni. Því dreifðara sem við búum, því landfrekari sem byggðin er, þá eru árekstrar líklegri við aðra landnýtingu og verndarsjónarmið. Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Áskoranir sem Íslendingar standa frammi fyrir í skipulagsgerð eru miklar og flóknar. Ef þróunin heldur áfram á sömu braut og undanfarna áratugi mun það leiða þjóðina í ógöngur. Þetta á ekki síst við um þróun byggðar. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttir, forstjóra Skipulagsstofnunar, aðalræðumanns á Umhverfisþingi 2013 í gær. Meginumræðuefni þingsins er skipulag lands og hafs, sjálfbær þróun og samþætting verndar og nýtingar. „Ég ætla að halda því fram að við þurfum að taka viðfangsefnin öðrum tökum en fyrri kynslóðir skipulagsfagfólks hafa gert. Við þurfum nýja hugsun, nýja nálgun, nýjar aðferðir því viðfangsefnið krefst viðsnúnings á þeirri þróun sem við höfum stuðlað á seinustu áratugum,“ sagði Ásdís og tók dæmi. Helmingur alls borgarlandsins hefur verið lagður undir samgöngumannvirki og einn bíll er á hvern einstakling á aldrinum 17 ára til sjötugs. Líkan af framtíðarþróun segir Ásdísi, ef litið er 30 ár fram og aftur í tíma, að stefni í að 50 þúsund fleiri bílar verði á götunum 2040, verði viðmiðum um uppbyggingu byggðar ekki breytt. „Hvað erum við tilbúin til að þenja byggðina mikið út, leggja mikið land undir bílinn og leggja mikið úr sameiginlegum sjóðum til að gera þetta kleift. Spurningin er: Hvað er sjálfbært.“ Ásdís spurði sig jafnframt að því hvort við værum á sjálfbærri braut í húsnæðismálum. Stutta svarið er nei. Hún spurði hvað við værum reiðubúin til að leggja mikið land undir byggð, hvaða land viljum við nýta undir byggð og hvernig húsnæði henti þjóð sem er að eldast og fjölskyldustærð fer minnkandi. „Sögulega er þróunin einföld og skýr. Við höfðum 120 íbúa á hektara í Reykjavík árið 1940; 70 á hektara árið 1960 og vorum komin niður í tæplega 50 árið 1975 og 36 á hektara árið 2005. Á hvaða leið erum við sé horft til næstu 30 ára,“ spurði Ásdís og leit til Tjarnarbyggðar í Flóa þar sem fullbyggð er gert ráð fyrir um 600 íbúum. „Þá er einn íbúi á hektara á jafnstóru svæði og Selfoss, þar sem búa núna 6.500 manns.“ Ásdís sagði að ákveðinn þéttleiki og blöndun byggðar væri mikilvæg forsenda sjálfbærni. Því dreifðara sem við búum, því landfrekari sem byggðin er, þá eru árekstrar líklegri við aðra landnýtingu og verndarsjónarmið.
Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira