Innlent

Fleiri fara til útlanda í október en yfir sumartímann

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Vefurinn Túristi.is birti í dag tölur yfir íslenska flugfarþega í október en alls fóru 37.749 Íslendingar í flugi frá Keflavík. Í ágúst, besta ferðamánuðinum í sumar, flugu hins vegar þúsund færri Íslendingar til útlanda. Það stefnir því allt í að október verði vinsælasti ferðamáður ársins, þar sem nóvember og desember hafa ekki þótt sérlega vinsælir til utanferða hingað til.

Þetta er í fyrsta sinn sem sumarmánuðirnir, júní, júlí eða ágúst, skipa ekki efsta sætið samkvæmt talningu Ferðamálastofu en hún nær tíu ár aftur í tímann.

Júní var vinsælasti mánuðurinn til utanferða í fyrra en þá var október í þriðja sæti. Árin á undan var október í öðru til fjórða sæti en árið 2008, þegar efnahagskreppan skall á, var október aðeins í tíunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×