Vill vopnaleitarhlið í þinghúsið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. janúar 2013 22:52 Nauðsynlegt er að koma upp vopnaleitarhliði í Alþingishúsinu segir þingmaður Framsóknarflokksins eftir atburð fyrir jól þar sem maður reyndi að skaða sig með hnífi á salerni þinghússins. Þá vill þingmaðurinn að öryggismál þingsins verðir í höndum Ríkislögreglustjóra. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að atburður sem átti sér stað fyrir jól í Alþingishúsinu sitji mjög í sér. Karlmaður sem hafði verið að fylgjast með umræðum uppi á þingpöllum fór inn á salerni og reyndi að skaða sig með hnífi. Lögregla brást skjótt við og kom manninum til bjargar. „Ég er mjög hugsi yfir þessum öryggismálum þegar maður vopnaður hnífi kemst alla leið inn í þingsalinn má segja. Ég hef nú oft hugsað að hægt hefði verið að gera þarna mikinn skaða ef þetta hefði verið annars konar vopn en hnífur," segir Vigdís. „Ég tel að öryggismál þingsins eigi að vera á höndum ríkislögreglustjóra og að Alþingi verði flokkað til æðstu stjórnar ríkisins," segir Vigdís. Hún segir að þingmenn hafi orðið mjög skelkaðir vegna hnífamálsins og óhugur sé í þeim eftir atburðinn. „Ég upplifi mig ekkert óörugga á þinginu, alls ekki. En við verðum að koma þessum málum í lag og efla fjármagn til lögreglunnar svo hægt sé að halda hér uppi lögum og reglu. Líka vegna þess að gagnrýnin er svo mikil í samfélaginu um að allt sem hafi miður farið sé alþingismönnum að kenna, þá er svo auðvelt að mynda múgæsing sem snýr að þingmönnum," segir Vigdís. Vigdís segir að það eigi að vera forgangsmál hjá Alþingi að koma upp vopnaleitarhliði sem allir ganga í gegnum sem fara inn í þinghúsið. „Ég tel að það sé næsta skref hjá okkur, já," segir hún. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Nauðsynlegt er að koma upp vopnaleitarhliði í Alþingishúsinu segir þingmaður Framsóknarflokksins eftir atburð fyrir jól þar sem maður reyndi að skaða sig með hnífi á salerni þinghússins. Þá vill þingmaðurinn að öryggismál þingsins verðir í höndum Ríkislögreglustjóra. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að atburður sem átti sér stað fyrir jól í Alþingishúsinu sitji mjög í sér. Karlmaður sem hafði verið að fylgjast með umræðum uppi á þingpöllum fór inn á salerni og reyndi að skaða sig með hnífi. Lögregla brást skjótt við og kom manninum til bjargar. „Ég er mjög hugsi yfir þessum öryggismálum þegar maður vopnaður hnífi kemst alla leið inn í þingsalinn má segja. Ég hef nú oft hugsað að hægt hefði verið að gera þarna mikinn skaða ef þetta hefði verið annars konar vopn en hnífur," segir Vigdís. „Ég tel að öryggismál þingsins eigi að vera á höndum ríkislögreglustjóra og að Alþingi verði flokkað til æðstu stjórnar ríkisins," segir Vigdís. Hún segir að þingmenn hafi orðið mjög skelkaðir vegna hnífamálsins og óhugur sé í þeim eftir atburðinn. „Ég upplifi mig ekkert óörugga á þinginu, alls ekki. En við verðum að koma þessum málum í lag og efla fjármagn til lögreglunnar svo hægt sé að halda hér uppi lögum og reglu. Líka vegna þess að gagnrýnin er svo mikil í samfélaginu um að allt sem hafi miður farið sé alþingismönnum að kenna, þá er svo auðvelt að mynda múgæsing sem snýr að þingmönnum," segir Vigdís. Vigdís segir að það eigi að vera forgangsmál hjá Alþingi að koma upp vopnaleitarhliði sem allir ganga í gegnum sem fara inn í þinghúsið. „Ég tel að það sé næsta skref hjá okkur, já," segir hún.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira