Fótbolti

Theodór Elmar og félagar töpuðu fyrir SønderjyskE

Stefán Árni Pálsson skrifar
Theódór Elmar Bjarnason.
Theódór Elmar Bjarnason. MYND/FÉSBÓKIN
SønderjyskE vann fínan sigur, 2-0, á Theodór Elmari Bjarnasyni og félögum í Randers en liðin mættust á Essex Park vellinum í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Bjørn Paulsen og Tommy Bechmann gerðu sitt markið hvor fyrir gestina í SønderjyskE.

Theódór Elmar Bjarnason lék allan leikinn fyrir Randers í kvöld en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

SønderjyskE er í níunda sæti deildarinnar með átta stig en Randers í því áttunda með níu stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×