Sveitarfélög viljug til að þjónusta hælisleitendur Þorgils Jónsson skrifar 24. ágúst 2013 09:00 Nokkur sveitarfélög hafa lýst yfir áhuga á að taka þátt í þjónustu við hælisleitendur. Þessar myndir voru teknar þegar hópi hællisleitenda frá Króatíu var vísað úr landi í vor. Fréttablaðið/Vilhelm Nokkur áhugi er meðal sveitarfélaga á að taka þátt í móttöku fyrir hælisleitendur hér á landi. Innanríkisráðuneytið hefur lýst eftir áhugasömum sveitarfélögum og segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, að fulltrúar nokkurra sveitarfélaga hafi þegar haft samband. Reykjanesbær hefur síðustu misseri séð að langmestu leyti um þjónustu við hælisleitendur en í vor lýstu forsvarsmenn bæjarins því yfir að ekki væri svigrúm til að taka við fleiri hælisleitendum. „Við eigum eftir að útfæra þetta nánar,“ segir Jóhannes í samtali við Fréttablaðið, „en hugmyndin er sú að ná samningum við tvö sveitarfélög um fastan hóp sem tryggja að hægt sé að taka á móti allt að 50 manns hvort. Svo væru tvö eða þrjú önnur til vara sem þurfa svo klárlega að grípa inn í ef ásóknin verður eins og hún hefur verið.“Hera Ósk EinarsdóttirHera Ósk Einarsdóttir, staðgengill félagsmálastjóra í Reykjanesbæ, segir sveitarfélagið hafa fullan hug á að halda áfram að taka á móti hælisleitendum. „Við gerðum alltaf ráð fyrir því að halda áfram en að það myndi fækka hjá okkur niður í um það bil fimmtíu hælisleitendur. Þetta var bara, og er, allt of mikill fjöldi fyrir sveitarfélagið,“ segir hún. Sem stendur eru 152 hælisleitendur í umsjón Reykjanesbæjar. Þeir voru hátt í 190 þegar mest var í vor, áður en hópi hælisleitenda frá Króatíu var vísað úr landi. Þeir sem lengst hafa dvalið í Reykjanesbæ hafa verið hér á landi í um tvö ár á meðan unnið er úr málum þeirra. Hera segir sumarið hafa verið nokkru rólegra en búist var við. „Það er jákvætt og hefur létt aðeins á álaginu hjá okkur,“ segir hún. Jóhannes tekur í svipaðan streng en segir þó ljóst að opinberir aðilar vilji vera vel í stakk búnir til að takast á við mál af þessu tagi. „Svo er líka verið að vinna í að stytta málsmeðferðartíma til að þessi hópur verði helst ekki svona stór,“ segir hann. Ráðuneytið og útlendingastofnun hafa meðal annars sett aukið fjármagn í að afgreiða umsóknir og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ræddi meðal annars lausnir í þessum málaflokki á fundi með norska dómsmálaráðherranum fyrr í sumar. Hælisleitendum fjölgar mjögHælisleitendum hér á landi hefur fjölgað mjög undanfarin misseri. 76 einstaklingar óskuðu eftir hæli árið 2011 og árið 2012 voru umsóknirnar 115. 118 umsóknir um hæli hafa nú þegar borist það sem af er þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. 7.449 krónur á dagMeð því að stytta meðalmálsmeðferðartíma hælisleitenda hér á landi næst umtalsverður sparnaður þar sem dvalar- og umönnunartími þeirra styttist. Fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins að kostnaður ríkisins vegna hælisleitenda meðan umsóknir þeirra eru gaumgæfðar er 7.449 kr. á dag. Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Nokkur áhugi er meðal sveitarfélaga á að taka þátt í móttöku fyrir hælisleitendur hér á landi. Innanríkisráðuneytið hefur lýst eftir áhugasömum sveitarfélögum og segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, að fulltrúar nokkurra sveitarfélaga hafi þegar haft samband. Reykjanesbær hefur síðustu misseri séð að langmestu leyti um þjónustu við hælisleitendur en í vor lýstu forsvarsmenn bæjarins því yfir að ekki væri svigrúm til að taka við fleiri hælisleitendum. „Við eigum eftir að útfæra þetta nánar,“ segir Jóhannes í samtali við Fréttablaðið, „en hugmyndin er sú að ná samningum við tvö sveitarfélög um fastan hóp sem tryggja að hægt sé að taka á móti allt að 50 manns hvort. Svo væru tvö eða þrjú önnur til vara sem þurfa svo klárlega að grípa inn í ef ásóknin verður eins og hún hefur verið.“Hera Ósk EinarsdóttirHera Ósk Einarsdóttir, staðgengill félagsmálastjóra í Reykjanesbæ, segir sveitarfélagið hafa fullan hug á að halda áfram að taka á móti hælisleitendum. „Við gerðum alltaf ráð fyrir því að halda áfram en að það myndi fækka hjá okkur niður í um það bil fimmtíu hælisleitendur. Þetta var bara, og er, allt of mikill fjöldi fyrir sveitarfélagið,“ segir hún. Sem stendur eru 152 hælisleitendur í umsjón Reykjanesbæjar. Þeir voru hátt í 190 þegar mest var í vor, áður en hópi hælisleitenda frá Króatíu var vísað úr landi. Þeir sem lengst hafa dvalið í Reykjanesbæ hafa verið hér á landi í um tvö ár á meðan unnið er úr málum þeirra. Hera segir sumarið hafa verið nokkru rólegra en búist var við. „Það er jákvætt og hefur létt aðeins á álaginu hjá okkur,“ segir hún. Jóhannes tekur í svipaðan streng en segir þó ljóst að opinberir aðilar vilji vera vel í stakk búnir til að takast á við mál af þessu tagi. „Svo er líka verið að vinna í að stytta málsmeðferðartíma til að þessi hópur verði helst ekki svona stór,“ segir hann. Ráðuneytið og útlendingastofnun hafa meðal annars sett aukið fjármagn í að afgreiða umsóknir og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ræddi meðal annars lausnir í þessum málaflokki á fundi með norska dómsmálaráðherranum fyrr í sumar. Hælisleitendum fjölgar mjögHælisleitendum hér á landi hefur fjölgað mjög undanfarin misseri. 76 einstaklingar óskuðu eftir hæli árið 2011 og árið 2012 voru umsóknirnar 115. 118 umsóknir um hæli hafa nú þegar borist það sem af er þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. 7.449 krónur á dagMeð því að stytta meðalmálsmeðferðartíma hælisleitenda hér á landi næst umtalsverður sparnaður þar sem dvalar- og umönnunartími þeirra styttist. Fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins að kostnaður ríkisins vegna hælisleitenda meðan umsóknir þeirra eru gaumgæfðar er 7.449 kr. á dag.
Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira