Sveitarfélög viljug til að þjónusta hælisleitendur Þorgils Jónsson skrifar 24. ágúst 2013 09:00 Nokkur sveitarfélög hafa lýst yfir áhuga á að taka þátt í þjónustu við hælisleitendur. Þessar myndir voru teknar þegar hópi hællisleitenda frá Króatíu var vísað úr landi í vor. Fréttablaðið/Vilhelm Nokkur áhugi er meðal sveitarfélaga á að taka þátt í móttöku fyrir hælisleitendur hér á landi. Innanríkisráðuneytið hefur lýst eftir áhugasömum sveitarfélögum og segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, að fulltrúar nokkurra sveitarfélaga hafi þegar haft samband. Reykjanesbær hefur síðustu misseri séð að langmestu leyti um þjónustu við hælisleitendur en í vor lýstu forsvarsmenn bæjarins því yfir að ekki væri svigrúm til að taka við fleiri hælisleitendum. „Við eigum eftir að útfæra þetta nánar,“ segir Jóhannes í samtali við Fréttablaðið, „en hugmyndin er sú að ná samningum við tvö sveitarfélög um fastan hóp sem tryggja að hægt sé að taka á móti allt að 50 manns hvort. Svo væru tvö eða þrjú önnur til vara sem þurfa svo klárlega að grípa inn í ef ásóknin verður eins og hún hefur verið.“Hera Ósk EinarsdóttirHera Ósk Einarsdóttir, staðgengill félagsmálastjóra í Reykjanesbæ, segir sveitarfélagið hafa fullan hug á að halda áfram að taka á móti hælisleitendum. „Við gerðum alltaf ráð fyrir því að halda áfram en að það myndi fækka hjá okkur niður í um það bil fimmtíu hælisleitendur. Þetta var bara, og er, allt of mikill fjöldi fyrir sveitarfélagið,“ segir hún. Sem stendur eru 152 hælisleitendur í umsjón Reykjanesbæjar. Þeir voru hátt í 190 þegar mest var í vor, áður en hópi hælisleitenda frá Króatíu var vísað úr landi. Þeir sem lengst hafa dvalið í Reykjanesbæ hafa verið hér á landi í um tvö ár á meðan unnið er úr málum þeirra. Hera segir sumarið hafa verið nokkru rólegra en búist var við. „Það er jákvætt og hefur létt aðeins á álaginu hjá okkur,“ segir hún. Jóhannes tekur í svipaðan streng en segir þó ljóst að opinberir aðilar vilji vera vel í stakk búnir til að takast á við mál af þessu tagi. „Svo er líka verið að vinna í að stytta málsmeðferðartíma til að þessi hópur verði helst ekki svona stór,“ segir hann. Ráðuneytið og útlendingastofnun hafa meðal annars sett aukið fjármagn í að afgreiða umsóknir og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ræddi meðal annars lausnir í þessum málaflokki á fundi með norska dómsmálaráðherranum fyrr í sumar. Hælisleitendum fjölgar mjögHælisleitendum hér á landi hefur fjölgað mjög undanfarin misseri. 76 einstaklingar óskuðu eftir hæli árið 2011 og árið 2012 voru umsóknirnar 115. 118 umsóknir um hæli hafa nú þegar borist það sem af er þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. 7.449 krónur á dagMeð því að stytta meðalmálsmeðferðartíma hælisleitenda hér á landi næst umtalsverður sparnaður þar sem dvalar- og umönnunartími þeirra styttist. Fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins að kostnaður ríkisins vegna hælisleitenda meðan umsóknir þeirra eru gaumgæfðar er 7.449 kr. á dag. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Nokkur áhugi er meðal sveitarfélaga á að taka þátt í móttöku fyrir hælisleitendur hér á landi. Innanríkisráðuneytið hefur lýst eftir áhugasömum sveitarfélögum og segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, að fulltrúar nokkurra sveitarfélaga hafi þegar haft samband. Reykjanesbær hefur síðustu misseri séð að langmestu leyti um þjónustu við hælisleitendur en í vor lýstu forsvarsmenn bæjarins því yfir að ekki væri svigrúm til að taka við fleiri hælisleitendum. „Við eigum eftir að útfæra þetta nánar,“ segir Jóhannes í samtali við Fréttablaðið, „en hugmyndin er sú að ná samningum við tvö sveitarfélög um fastan hóp sem tryggja að hægt sé að taka á móti allt að 50 manns hvort. Svo væru tvö eða þrjú önnur til vara sem þurfa svo klárlega að grípa inn í ef ásóknin verður eins og hún hefur verið.“Hera Ósk EinarsdóttirHera Ósk Einarsdóttir, staðgengill félagsmálastjóra í Reykjanesbæ, segir sveitarfélagið hafa fullan hug á að halda áfram að taka á móti hælisleitendum. „Við gerðum alltaf ráð fyrir því að halda áfram en að það myndi fækka hjá okkur niður í um það bil fimmtíu hælisleitendur. Þetta var bara, og er, allt of mikill fjöldi fyrir sveitarfélagið,“ segir hún. Sem stendur eru 152 hælisleitendur í umsjón Reykjanesbæjar. Þeir voru hátt í 190 þegar mest var í vor, áður en hópi hælisleitenda frá Króatíu var vísað úr landi. Þeir sem lengst hafa dvalið í Reykjanesbæ hafa verið hér á landi í um tvö ár á meðan unnið er úr málum þeirra. Hera segir sumarið hafa verið nokkru rólegra en búist var við. „Það er jákvætt og hefur létt aðeins á álaginu hjá okkur,“ segir hún. Jóhannes tekur í svipaðan streng en segir þó ljóst að opinberir aðilar vilji vera vel í stakk búnir til að takast á við mál af þessu tagi. „Svo er líka verið að vinna í að stytta málsmeðferðartíma til að þessi hópur verði helst ekki svona stór,“ segir hann. Ráðuneytið og útlendingastofnun hafa meðal annars sett aukið fjármagn í að afgreiða umsóknir og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ræddi meðal annars lausnir í þessum málaflokki á fundi með norska dómsmálaráðherranum fyrr í sumar. Hælisleitendum fjölgar mjögHælisleitendum hér á landi hefur fjölgað mjög undanfarin misseri. 76 einstaklingar óskuðu eftir hæli árið 2011 og árið 2012 voru umsóknirnar 115. 118 umsóknir um hæli hafa nú þegar borist það sem af er þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. 7.449 krónur á dagMeð því að stytta meðalmálsmeðferðartíma hælisleitenda hér á landi næst umtalsverður sparnaður þar sem dvalar- og umönnunartími þeirra styttist. Fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins að kostnaður ríkisins vegna hælisleitenda meðan umsóknir þeirra eru gaumgæfðar er 7.449 kr. á dag.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira