Innlent

Sjómaður hætt kominn

Björgunarskip Landsbjargar á ferð.
Björgunarskip Landsbjargar á ferð.

Í óefni stefndi, þegar vél bilaði i litlum fiskibáti þegar hann var staddur aðeins eina sjómílu norðvestur af Rit, í mynni Ísafjarðardjúps í gærdag.

Bátinn tók að reka í átt að grýttri ströndinni. Bátsverjinn kallaði þegar eftir hjálp og var björgunarskip Landsbjargar sent af stað frá Bolungarvík. En á meðan það var á leiðinni kom annar fiskibátur að bilaða bátnum og dró hann frá landi, þannig að ekki var lengur hætta á ferðum. Björguarskipið dró svo bilaða bátinn til hafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×