Innlent

Fólskuleg líkamsárás í Breiðholti

Myndin tengist frétt ekki beint
Myndin tengist frétt ekki beint

Hópur manna réðist á karlmann í Seljahverfi í Breiðholti síðdegis í dag og veittu honum alvarlega áverka. Maðurinn var fluttur á slysadeild. Þegar lögreglan kom á vettvang lá maðurinn í blóði sínu í götunni og árásarmennirnir á bak og burt. Samkvæmt fréttavef Ríkisútvarpsins hefur enginn verið handtekinn en lögreglan telur sig vita hverjir árásarmennirnir eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×