Fótbolti

Sif og Þóra báðar með á æfingu í dag

Óskar Ófeigur Jónsson í Kalmar skrifar
Þóra Björg Helgadóttir og Sif Atladóttir.
Þóra Björg Helgadóttir og Sif Atladóttir.
„Ég verð prófuð í dag og ég á erfitt með að svara þessu eins og er," sagði Þóra Björg Helgadóttir aðspurð um stöðuna fyrir æfingu íslenska kvennalandsliðsins í Kalmar í Svíþjóð í dag.

Þóra er að snúa aftur eftir tognun í læri og hefur æft ein síns liðs á síðustu æfingum.

„Ég verð með markvörðunum í fullri upphitun og ef það gengur vel þá fæ ég vonandi að fara í meira," sagði Þóra. Æfingin var opin fimmtán fyrstu mínúturnar en svo var dyrunum lokað. Þóra var þá enn á fullu með hinum markvörðum liðsins.

Sif Atladóttir, miðvörður liðsins, hefur einnig verið að glíma við meiðsli. Sif var greind með grindargliðnun en hún var með á æfingunni í dag eins og allir 23 leikmenn íslenska hópsins.

Ísland mætir Noregi á fimmtudaginn í fyrsta leik sínum á EM en bæði Þóra og Sif hafa spilað stórt hlutverk í íslenska liðinu síðustu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×