Fótbolti

Upphitunin var frá Vestmannaeyjum

Óskar Ófeigur Jónsson í Kalmar skrifar
Heimir segir stúlkunum til verka í Kalmar í dag.
Heimir segir stúlkunum til verka í Kalmar í dag. Mynd/ÓskarÓ
Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins og aðstoðarmaður íslenska kvennalandsliðsins á EM í Svíþjóð, sá um upphitun liðsins á æfingunni í dag.

Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti það á formlegan hátt í upphafi æfingarinnar að upphitunin yrði frá Vestmannaeyjum og gaf síðan Heimi orðið. Heimir aðstoðar Sigurð Ragnar við að leikgreina móherja liðsins á Evrópumótinu í fótbolta sem hefst á fimmtudaginn en fær greinilega líka önnur verkefni.

Reyndasti Eyjamaðurinn í liðinu, Margrét Lára Viðarsdóttir, var þá fljót að skjóta á „landa" sinn úr Eyjum og spurði hann hvort að hann yrði nú ekki í vandræðum því það vantaði rokið.

Heimir átti hinsvegar ekki í vandræðum með að koma íslensku stelpunum í gírinn fyrir æfinguna og það var ekki að sjá að blíðan í Kalmar væri eitthvað að trufla kappann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×