Átta ára börn spila harðbannaðan tölvuleik Hrund Þórsdóttir skrifar 19. október 2013 20:00 Tölvuleikurinn Grand Theft Auto V, nýtur gríðarlegra vinsælda. Hann er dýrasti tölvuleikur allra tíma í framleiðslu en enginn leikur hefur heldur selst jafnhratt. Leikurinn er bannaður innan 18 ára en kennarar við Grunnskólann í Stykkishólmi áttuðu sig á að börn niður í 8 ára voru að spila hann. Þeir sendu bréf til foreldranna til að vekja þá til umhugsunar um tölvuleikjanotkun og sérstaklega þennan leik. Þar kemur fram að leikurinn sé hlutverkaleikur þar sem ofbeldi, kvenhatur og eiturlyfjanotkun séu daglegt brauð. Spilarinn verði glæpakóngur og drepi til dæmis, nauðgi og kaupi vændi. „Mér finnst að foreldrar ættu, ef þeir eiga þennan leik, að spila hann með börnunum sínum, sjá út á hvað hann gengur og ræða kannski líka bara siðferði leiksins við þau,“ segir Þóra Margrét Birgisdóttir, kennari við Grunnskólann í Stykkishólmi. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, tekur undir. „Í leiknum færðu stig fyrir að brjóta á öðru fólki og koma fram með ofbeldisfullum hætti og börn hafa ekki þroska eða vit til að greina eins vel á milli og fullorðnir hvað má svo í raunveruleikanum og hvað ekki,“ segir Hrefna. Hún segir börnum oft líða illa af því að spila leikinn en þó reyna þau oft að kaupa hann, að sögn Arnars Steins Sæmundssonar, verslunarstjóra í Skífunni Geimstöðinni. „En við auðvitað stoppum það alltaf og útskýrum fyrir foreldrum að þessi leikur er ekki leikfang. Þetta er bannað innan 18 og er sambærilegt við að kaupa áfengi eða sígarettur fyrir börn; við seljum engum yngri en 18 ára þennan leik,“ segir hann. Við ræddum við nokkra krakka til að fá þeirra álit á leiknum, eins og sést í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tölvuleikurinn Grand Theft Auto V, nýtur gríðarlegra vinsælda. Hann er dýrasti tölvuleikur allra tíma í framleiðslu en enginn leikur hefur heldur selst jafnhratt. Leikurinn er bannaður innan 18 ára en kennarar við Grunnskólann í Stykkishólmi áttuðu sig á að börn niður í 8 ára voru að spila hann. Þeir sendu bréf til foreldranna til að vekja þá til umhugsunar um tölvuleikjanotkun og sérstaklega þennan leik. Þar kemur fram að leikurinn sé hlutverkaleikur þar sem ofbeldi, kvenhatur og eiturlyfjanotkun séu daglegt brauð. Spilarinn verði glæpakóngur og drepi til dæmis, nauðgi og kaupi vændi. „Mér finnst að foreldrar ættu, ef þeir eiga þennan leik, að spila hann með börnunum sínum, sjá út á hvað hann gengur og ræða kannski líka bara siðferði leiksins við þau,“ segir Þóra Margrét Birgisdóttir, kennari við Grunnskólann í Stykkishólmi. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, tekur undir. „Í leiknum færðu stig fyrir að brjóta á öðru fólki og koma fram með ofbeldisfullum hætti og börn hafa ekki þroska eða vit til að greina eins vel á milli og fullorðnir hvað má svo í raunveruleikanum og hvað ekki,“ segir Hrefna. Hún segir börnum oft líða illa af því að spila leikinn en þó reyna þau oft að kaupa hann, að sögn Arnars Steins Sæmundssonar, verslunarstjóra í Skífunni Geimstöðinni. „En við auðvitað stoppum það alltaf og útskýrum fyrir foreldrum að þessi leikur er ekki leikfang. Þetta er bannað innan 18 og er sambærilegt við að kaupa áfengi eða sígarettur fyrir börn; við seljum engum yngri en 18 ára þennan leik,“ segir hann. Við ræddum við nokkra krakka til að fá þeirra álit á leiknum, eins og sést í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira