Fótbolti

Fyrsti sigur Þjóðverja á Frökkum í 26 ár - Úrslit kvöldsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sami Khedira
Sami Khedira Mynd/AFP
Fjölmargir vináttulandsleikir fóru fram í kvöld og Vísir hefur þegar greint frá sigri Rússa á Íslendingum, sigri Englendinga á Brasilíumönnum á Wembley og slöku gengi þjóða sem eru með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2014. Engu liði í riðli Íslands tókst að vinna sinn leik í kvöld og Sviss var eina þjóðin sem tapaði ekki.

Sami Khedira tryggðu Þjóðverjum 2-1 endurkomu sigur á Frökkum en þetta var fyrsti sigur Þýskalands á Frakklandi í 26 ár. Mesut Ozil lagði upp sigurmarkið en Thomas Müller hafði jafnað leikinn eftir að Matthieu Valbuena kom Frökkum yfir með skallamarki í fyrri hálfleik.

Ekvador vann 3-2 sigur á Portúgal í Portúgal eftir að hafa bæði komist 1-0 yfir og lent 1-2 undir. Ekvadorar skoruðu tvö mörk á síðasta hálftíma leiksins og Felipe Caicedo, leikmaður Lokomotiv Moskvu, skoraði sigurmarkið.

Danir fengu slæman skell í kvöld þegar liðið tapaði 0-3 á móti Makedóníu en öll mörkin komu á fyrstu 24 mínútum leiksins.

Varamaðurinn Marco Verratti tryggði Ítölum 1-1 jafntefli á móti Hollandi þegar hann skoraði í uppbótartíma. Jeremain Lens kom Hollandi yfir en meðalaldur hollenska liðsins í kvöld var aðeins 22,3 ár.

Lionel Messi náði ekki að skora á móti Svíum en Argentínumenn unnu samt öruggan og sannfærandi 3-2 sigur. Svíar minnkuðu muninn í lokin.

Charlie Mulgrew tryggði Skotum 1-0 sigur á Eistum í fyrsta leik skoska landsliðsins undir stjórn Gordon Strachan.

Gareth Bale skoraði fyrra mark Wales og lagði upp það síðara fyrir Sam Vokes í 2-1 sigri á Austurríkismönnum.



Úrslit úr vináttulandsleikjum í kvöld:

Kýpur - Serbía 1-3

1-0 Constantinos Makridis (19.), 1-1 Dusan Tadić (33.), 1-2 Tadić (47.), 1-3 Dusan Basta (70.).

Slóvenía - Bosnía 0-3

0-1 Vedad Ibisevic (33.), 0-2 Miralem Pjanić (41.), 0-3 Muamer Svraka (80.).

Noregur - Úkraína 0-2

0-1 Mykola Morozyuk (17.), 0-2 Andriy Yarmolenko (42.).

Albanía - Georgía 1-2

Grikkland - Sviss 0-0

Spánn - Úrúgvæ 3-1

1-0 Cesc Fabregas (16.), 1-1 Cristián Rodríguez (32.), 2-1 Pedro (51.), 3-1 Pedro (74.).

Makedónía - Danmörk 3-0

1-0 Goran Pandev (8.), 2-0 Agim Ibraimi (17.), 3-0 Nikolce Noveski (24.).

England - Brasilía 2-1

1-0 Wayne Rooney (26.), 1-1 Fred (49.), 2-1 Frank Lampard (60.). Fyrsti sigur Englendinga á Brasilíumönnum síðan árið 1990.

Holland - Ítalía 1-1

1-0 Jeremain Lens (33.), 1-1 Marco Verratti (90.+1).

Wales - Austurríki 2-1

1-0 Gareth Bale (21.), 2-0 Sam Vokes (52.), 2-1 Marc Janko (75.).

Belgía - Slóvakía 2-1

1-0 Eden Hazard (10.), 1-1 Richard Lásik (87.), 2-1 Nicolas Lombaerts (90.)

Svíþjóð - Argentína 2-3

0-1 Sjálfsmark Mikael Lustig (3.), 1-1 Jonas Olsson (17.), 1-2 Sergio Agüero (19.), 1-3 Gonzalo Higuaín (23.), 2-3 Rasmus Elm (90.)

Frakkland - Þýskaland 1-2

1-0 Matthieu Valbuena (44.), 1-1 Thomas Müller (51.), 1-2 Sami Khedira (74.).

Skotland - Eistland 1-0

1-0 Charlie Mulgrew (39.). Fyrsti leikur Skota undir stjórn Gordon Strachan.

Portúgal - Ekvador 2-3

0-1 Antonio Valencia (2.), 1-1 Cristiano Ronaldo (23.), 2-1 Hélder Postiga (60.), 2-2 Sjálfsmark (61.), 2-3 Felipe Caicedo (71.)

Írland - Pólland 2-0

1-0 Ciaran Clark (35.), 2-0 Wes Hoolahan (76.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×