Lífið

Moses Hightower í nýju ljósi

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ný plata með endurhljóðblönduðu efni Moses Hightower komið út.
Ný plata með endurhljóðblönduðu efni Moses Hightower komið út. fréttablaðið/arnþór
„Okkur langaði alltaf að gera þetta eftir að fyrsta platan okkar kom út, en nú létum við verða af því,“ segir Magnús Trygvason Eliassen, trommuleikari hljómsveitarinnar Moses Hightower, sem gefur út plötuna Mixtúrur úr Mósebók í dag.

Platan inniheldur lög hljómsveitarinnar þar sem ýmsir listamenn hafa klætt lög sveitarinnar í nýjan og breyttan búning.

„Það eru listamenn á borð Borko, Sin Fang, Múm, Forgotten Lores og Retro Stefson, ásamt fleirum sem hafa gert nýjar útgáfur af lögunum okkar,“ segir Magnús.

Nýju útgáfurnar eru misjafnar eins og þær eru margar, sumar eru rólegri og aðrar eru hressari en upprunalega lagið. „Okkur finnst þessi plata frábær og sum lögin í rauninni betri en upprunalega útgáfan,“ bætir Magnús við.

Platan er fjármögnuð með hjálp vefsíðunnar Karolina Fund, sem er síða þar sem hægt er að safna fé fyrir alls kyns uppátækjum. „Okkur þótti þetta góð hugmynd og það gekk mjög vel að safna fjármunum í gegnum síðuna,“ útskýrir Magnús.

Í tilefni útgáfunnar verður slegið upp gleðskap í Lucky Records við Rauðarárstíg 10, klukkan 20 í kvöld. 

„Það er alveg líklegt að við grípum í hljóðfærin eftir að við höfum hlustað á plötuna,“ bætir Magnús við að lokum en hér fyrir neðan má heyra lögin Góður í og 10 dropar í útgáfum eftir Kippa Kanínus og Halla Civelek.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.