Björgvin fullkomnar þrennuna Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. nóvember 2013 10:00 Björgvin Halldórsson á sviði. Mynd/Rósa „Þetta er svona lokahnykkurinn á þessum þríleik,“ segir Björgvin Halldórsson tónlistarmaður sem gefur út sína þriðju dúettaplötu í nóvember. Á plötunni, sem heitir Duet 3 syngja með honum söngvarar eins og Eyþór Ingi, Andrea Gylfadóttir, Bubbi Morthens, Eivör Pálsdóttir og Arnór Dan, ásamt mörgum fleirum. „Við eigum svo mikið af flottum söngvurum sem mig langaði til þess að syngja með,“ segir Björgvin. Á henni má finna lög eftir íslenska höfunda eins og Bubba Morthens, Björn Jörund, Eivöru og Einar Scheving, í bland við erlend tökulög á borð Are You Lonesome Tonight, sem Elvis Presley gerði svo eftirminnilegt. Vinnsla plötunnar var einkar áhugaverð því þó svo að platan sé dúettaplata þá sungu söngvararnir ekki alltaf saman, í sama rýminu. „Eivör söng sitt lag í Kaupmannahöfn og Dísella söng sitt lag í New York, svo er þetta bara sent á milli rafrænt. Tæknin er orðin svo rosaleg, þetta hefur breyst mikið frá því ég byrjaði í bransanum árið 1970,“ útskýrir Björgvin. Björgvin hafði í hyggju að vinna plötuna síðastliðið sumar en það dróst á langinn og lauk vinnunni núna í október. „Platan dróst sökum annarra verkefna en svo ákváðum við að keyra verkefnið í gang og ég sé alls ekki eftir því. Ég er í skýjunum yfir plötunni.“ Platan sem heitir Duet 3, kemur út þann 15. nóvember næstkomandi. „Það er líklegt að við fylgjum plötunum eftir með tónleikum en það gerist líklega ekki fyrr en eftir jól sökum mikilla anna,“ segir Björgvin, sem er þessa dagana á fullu að skipuleggja Jólagestina sem fram fara í Laugardalshöll þann 14. desember. Þetta er sjöunda árið í röð sem Jólagestir Björgvins fara fram.Björgvin Halldórsson og Bubba Morthens deila sviði en þeir syngja saman á plötunni.mynd/ari magg Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Sjá meira
„Þetta er svona lokahnykkurinn á þessum þríleik,“ segir Björgvin Halldórsson tónlistarmaður sem gefur út sína þriðju dúettaplötu í nóvember. Á plötunni, sem heitir Duet 3 syngja með honum söngvarar eins og Eyþór Ingi, Andrea Gylfadóttir, Bubbi Morthens, Eivör Pálsdóttir og Arnór Dan, ásamt mörgum fleirum. „Við eigum svo mikið af flottum söngvurum sem mig langaði til þess að syngja með,“ segir Björgvin. Á henni má finna lög eftir íslenska höfunda eins og Bubba Morthens, Björn Jörund, Eivöru og Einar Scheving, í bland við erlend tökulög á borð Are You Lonesome Tonight, sem Elvis Presley gerði svo eftirminnilegt. Vinnsla plötunnar var einkar áhugaverð því þó svo að platan sé dúettaplata þá sungu söngvararnir ekki alltaf saman, í sama rýminu. „Eivör söng sitt lag í Kaupmannahöfn og Dísella söng sitt lag í New York, svo er þetta bara sent á milli rafrænt. Tæknin er orðin svo rosaleg, þetta hefur breyst mikið frá því ég byrjaði í bransanum árið 1970,“ útskýrir Björgvin. Björgvin hafði í hyggju að vinna plötuna síðastliðið sumar en það dróst á langinn og lauk vinnunni núna í október. „Platan dróst sökum annarra verkefna en svo ákváðum við að keyra verkefnið í gang og ég sé alls ekki eftir því. Ég er í skýjunum yfir plötunni.“ Platan sem heitir Duet 3, kemur út þann 15. nóvember næstkomandi. „Það er líklegt að við fylgjum plötunum eftir með tónleikum en það gerist líklega ekki fyrr en eftir jól sökum mikilla anna,“ segir Björgvin, sem er þessa dagana á fullu að skipuleggja Jólagestina sem fram fara í Laugardalshöll þann 14. desember. Þetta er sjöunda árið í röð sem Jólagestir Björgvins fara fram.Björgvin Halldórsson og Bubba Morthens deila sviði en þeir syngja saman á plötunni.mynd/ari magg
Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Sjá meira