Helliðsheiðarvirkjun tengd við Hverahlíð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. nóvember 2013 06:30 Borholur í Hverahlíð verða nýttar fyrir Hellisheiðarvirkjun. Fréttablaðið/GVA Borgarstjórn samþykkti í fyrradag fyrir sitt leyti ósk stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um að Hellisheiðarvirkjun verði tengd við borholur í Hverahlíð. Borgarfulltrúi Vinstri grænna, Sóley Tómasdóttir, lagði til að málinu yrði frestað í eitt ár „til að kanna allar hliðar þess og aðra möguleika í þaula“. Allir aðrir sögðu að sá kostur sem Orkuveitan valdi væri farsælastur. Nýtt væri gufa úr holum sem þegar væru til. Ekki þyrfti „að kaupa viðbótarorku frá Landsvirkjun fyrir hundruð milljóna á ári“. „Borgarfulltrúi Vinstri grænna furðar sig á asanum sem virðist vera á meirihluta borgarstjórnar þegar kemur að áframhaldandi ágengri nýtingu á auðlindum landsins og að borgarstjórn sé ekki reiðubúin til að afla allra nauðsynlegra upplýsinga áður en haldið er af stað. Tenging borholanna í Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun er skammtímalausn á einkenni sem tekur ekki á hinum raunverulega vanda sem felst í allt of miklum væntingum til afkastagetu á svæðinu," segir í bókun Sóleyjar Tómasdóttur. Sóley segir í bókuninni að tengingin hljómi vissulega vel miðað við gefnar forsendur til skamms tíma. Hún sé þó alls ekki áhættulaus og miklar líkur á að hún fresti aðeins vandanum sem muni halda áfram að vaxa. „Lausnin er auk þess sett fram án þess að kannaðir hafi verið kostir þess að endursemja um verð eða gera tilraunir til að fá önnur orkufyrirtæki til að yfirtaka einhvern hluta samninganna. Alls er óvíst um að Hverahlíðarsvæðið gefi af sér þá orku sem áætlunin gerir ráð fyrir inn í framtíðina og allt eins líklegt að fara þurfi í frekari tilraunir, boranir og tengingar til að halda afkastagetunni uppi," sagð í bókun fulltrúa VG sem hélt áfram: „Lausnin felur sumsé í sér áframhaldandi áhættusækni í anda úr sér genginnar stóriðjustefnu og frekari tilraunir á kostnað umhverfis og almennings og komandi kynslóða án þess að árangur verði almennilega tryggður. Raunafkastageta Hellisheiðarvirkjunar er ekki og verður aldrei 303 MW til lengri tíma. Neiti Orkuveita Reykjavíkur að horfast í augu við það mun svæðið verða þurrausið innan örfárra áratuga. Þá fyrst verða góð ráð dýr og ósanngjarnt með öllu að sá kostnaður falli á afkomendur okkar.Það er löngu tímabært að snúa af braut stóriðjustefnunnar og fara að nýta orkuna skynsamlega í þágu almennings og það veldur vonbrigðum að meirihlutinn skuli ekki vera reiðubúinn. Það lofar ekki góðu að borgarfulltrúar sem gengið hafa til liðs við umhverfisverndarflokkinn Bjarta framtíð skuli ekki vera reiðubúnir í þá vegferð, ekki frekar en borgarfulltrúar Samfylkingarinnar með sitt Fagra Ísland í farteskinu," sagði að lokum í bókun Sóleyjar. Borgarfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins féllust hins vegar sem fyrr segir á erindi stjórnar Orkuveitunnar um tengingu Hverahlíðar og Hellisheiðavirkjunar: „Þessi kostur er farsælastur af þeim sem standa til boða. Þar með er verið að nýta gufu úr holum sem þegar hafa verið boraðar, framleiðslugetu Hellisheiðarvirkjunar er haldið við, ekki þarf að kaupa viðbótarorku frá Landsvirkjun fyrir hundruð milljóna á ári og betri upplýsingar fást um afköst Hverahlíðar og hegðun jarðhitasvæðisins í heild. Þetta er því skynsamleg og ábyrg leið til að leysa vanda sem upp er kominn," bókuðu fulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í fyrradag fyrir sitt leyti ósk stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um að Hellisheiðarvirkjun verði tengd við borholur í Hverahlíð. Borgarfulltrúi Vinstri grænna, Sóley Tómasdóttir, lagði til að málinu yrði frestað í eitt ár „til að kanna allar hliðar þess og aðra möguleika í þaula“. Allir aðrir sögðu að sá kostur sem Orkuveitan valdi væri farsælastur. Nýtt væri gufa úr holum sem þegar væru til. Ekki þyrfti „að kaupa viðbótarorku frá Landsvirkjun fyrir hundruð milljóna á ári“. „Borgarfulltrúi Vinstri grænna furðar sig á asanum sem virðist vera á meirihluta borgarstjórnar þegar kemur að áframhaldandi ágengri nýtingu á auðlindum landsins og að borgarstjórn sé ekki reiðubúin til að afla allra nauðsynlegra upplýsinga áður en haldið er af stað. Tenging borholanna í Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun er skammtímalausn á einkenni sem tekur ekki á hinum raunverulega vanda sem felst í allt of miklum væntingum til afkastagetu á svæðinu," segir í bókun Sóleyjar Tómasdóttur. Sóley segir í bókuninni að tengingin hljómi vissulega vel miðað við gefnar forsendur til skamms tíma. Hún sé þó alls ekki áhættulaus og miklar líkur á að hún fresti aðeins vandanum sem muni halda áfram að vaxa. „Lausnin er auk þess sett fram án þess að kannaðir hafi verið kostir þess að endursemja um verð eða gera tilraunir til að fá önnur orkufyrirtæki til að yfirtaka einhvern hluta samninganna. Alls er óvíst um að Hverahlíðarsvæðið gefi af sér þá orku sem áætlunin gerir ráð fyrir inn í framtíðina og allt eins líklegt að fara þurfi í frekari tilraunir, boranir og tengingar til að halda afkastagetunni uppi," sagð í bókun fulltrúa VG sem hélt áfram: „Lausnin felur sumsé í sér áframhaldandi áhættusækni í anda úr sér genginnar stóriðjustefnu og frekari tilraunir á kostnað umhverfis og almennings og komandi kynslóða án þess að árangur verði almennilega tryggður. Raunafkastageta Hellisheiðarvirkjunar er ekki og verður aldrei 303 MW til lengri tíma. Neiti Orkuveita Reykjavíkur að horfast í augu við það mun svæðið verða þurrausið innan örfárra áratuga. Þá fyrst verða góð ráð dýr og ósanngjarnt með öllu að sá kostnaður falli á afkomendur okkar.Það er löngu tímabært að snúa af braut stóriðjustefnunnar og fara að nýta orkuna skynsamlega í þágu almennings og það veldur vonbrigðum að meirihlutinn skuli ekki vera reiðubúinn. Það lofar ekki góðu að borgarfulltrúar sem gengið hafa til liðs við umhverfisverndarflokkinn Bjarta framtíð skuli ekki vera reiðubúnir í þá vegferð, ekki frekar en borgarfulltrúar Samfylkingarinnar með sitt Fagra Ísland í farteskinu," sagði að lokum í bókun Sóleyjar. Borgarfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins féllust hins vegar sem fyrr segir á erindi stjórnar Orkuveitunnar um tengingu Hverahlíðar og Hellisheiðavirkjunar: „Þessi kostur er farsælastur af þeim sem standa til boða. Þar með er verið að nýta gufu úr holum sem þegar hafa verið boraðar, framleiðslugetu Hellisheiðarvirkjunar er haldið við, ekki þarf að kaupa viðbótarorku frá Landsvirkjun fyrir hundruð milljóna á ári og betri upplýsingar fást um afköst Hverahlíðar og hegðun jarðhitasvæðisins í heild. Þetta er því skynsamleg og ábyrg leið til að leysa vanda sem upp er kominn," bókuðu fulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Sjá meira