Bíða eftir mati á yfirtöku þjónustu við fatlaða Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. nóvember 2013 07:00 Sjálfstæðismenn vilja fjölbreytt rekstrarform í heilsugæslu. Fréttablaðið/Stefán Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar í borgarstjórn ásamt borgarfulltrúa VG vísaði á þriðjudag frá tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að óska eftir viðræðum við ríkið um framtíðarfyrirkomulag heilsugæslunnar í Reykjavík. Í tillögunni var gert ráð fyrir áherslu á fjölbreytni í rekstrarformum og að tryggja greiðan aðgang almennings að heimilislækningum. Meirihluti borgarfulltrúa sagði að samþykkt hafi verið 2010 að ræða við ríkisvaldið um yfirtöku á heilsugæslunni. Nú sé beðið mats á því hvernig til hafi tekist við yfirtöku á þjónustu við fatlaða. "Við hörmum að borgarfulltrúar Samfylkingar, Besta flokksins og Vinstri grænna skuli vísa frá tillögu um að óskað verði eftir formlegum viðræðum við ríkisvaldið um framtíðarfyrirkomulag heilsugæslunnar í Reykjavík með það að markmiði að þjónustan verði endurskipulögð í þágu notenda og að aðgangur að heimilislækningum sé tryggður. Þær viðræður við ríkisvaldið, sem fóru fram í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar 21. september 2010, fóru út um þúfur og því er eðlilegt að borgarstjórn óski að nýju eftir viðræðum nú þegar ný ríkisstjórn er komin til valda," bókuðu sjálfstæðismenn. Að sögn sjálfstæðismanna lýsir það "miklu metnaðarleysi að borgarstjórnarmeirihlutinn kjósi að fresta slíkum viðræðum þar til ljóst verður hvernig yfirstandandi mati lyktar vegna annars máls, það er yfirfærslu málefna fatlaðra. En miðað við núverandi stöðu liggur niðurstaða þess mats í fyrsta lagi fyrir vorið 2014. Slík frestun er ekki í neinu samræmi við þann vanda sem við er að etja í málefnum heilsugæslunnar." Borgarfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna minntu á að borgarstjórn hefði samþykkti haustið 2010 að fara í viðræður við ríkisvaldið um yfirtöku á heilsugæslunni. "Fulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lýsa yfir vilja sínum til að vera áfram í viðræðum við ríkisvaldið um yfirtökuna, þó ekki fyrr en niðurstöður liggja fyrir í mati á því hvernig til hefur tekist við yfirtöku á þjónustu við fatlaða íbúa bæði hvað varðar þjónustu og fjármögnun. Niðurstöður eiga að liggja fyrir á vormánuðum 2014," sagði í bókun fulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira
Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar í borgarstjórn ásamt borgarfulltrúa VG vísaði á þriðjudag frá tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að óska eftir viðræðum við ríkið um framtíðarfyrirkomulag heilsugæslunnar í Reykjavík. Í tillögunni var gert ráð fyrir áherslu á fjölbreytni í rekstrarformum og að tryggja greiðan aðgang almennings að heimilislækningum. Meirihluti borgarfulltrúa sagði að samþykkt hafi verið 2010 að ræða við ríkisvaldið um yfirtöku á heilsugæslunni. Nú sé beðið mats á því hvernig til hafi tekist við yfirtöku á þjónustu við fatlaða. "Við hörmum að borgarfulltrúar Samfylkingar, Besta flokksins og Vinstri grænna skuli vísa frá tillögu um að óskað verði eftir formlegum viðræðum við ríkisvaldið um framtíðarfyrirkomulag heilsugæslunnar í Reykjavík með það að markmiði að þjónustan verði endurskipulögð í þágu notenda og að aðgangur að heimilislækningum sé tryggður. Þær viðræður við ríkisvaldið, sem fóru fram í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar 21. september 2010, fóru út um þúfur og því er eðlilegt að borgarstjórn óski að nýju eftir viðræðum nú þegar ný ríkisstjórn er komin til valda," bókuðu sjálfstæðismenn. Að sögn sjálfstæðismanna lýsir það "miklu metnaðarleysi að borgarstjórnarmeirihlutinn kjósi að fresta slíkum viðræðum þar til ljóst verður hvernig yfirstandandi mati lyktar vegna annars máls, það er yfirfærslu málefna fatlaðra. En miðað við núverandi stöðu liggur niðurstaða þess mats í fyrsta lagi fyrir vorið 2014. Slík frestun er ekki í neinu samræmi við þann vanda sem við er að etja í málefnum heilsugæslunnar." Borgarfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna minntu á að borgarstjórn hefði samþykkti haustið 2010 að fara í viðræður við ríkisvaldið um yfirtöku á heilsugæslunni. "Fulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lýsa yfir vilja sínum til að vera áfram í viðræðum við ríkisvaldið um yfirtökuna, þó ekki fyrr en niðurstöður liggja fyrir í mati á því hvernig til hefur tekist við yfirtöku á þjónustu við fatlaða íbúa bæði hvað varðar þjónustu og fjármögnun. Niðurstöður eiga að liggja fyrir á vormánuðum 2014," sagði í bókun fulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira