Innlent

Önnur konan sem skipuð er aðalvarðstjóri

Samúel Karl Ólason skrifar
Bjarney S. Annelsdóttir.
Bjarney S. Annelsdóttir.
Bjarney S. Annelsdóttir hefur verið skipuð, af ríkislögreglustjóra, aðalvarðstjóri við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hún var metin hæfust af 15 umsækjendum og er skipuð til fimm ára frá og með 6. nóvember 2013.

Bjarney er önnur konan sem er skipaður aðalvarðstjóri innan lögreglunnar. Fyrsta konan, Friðgerður B. Jónsdóttir, starfar fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×