Lífið

Kvenfélagið Þrjár65 stofnað

Stofnfundur kvenfélagsins Þrjár65.
Stofnfundur kvenfélagsins Þrjár65. Mynd/Pjetur
Kvenfélagið Þrjár65 var stofnað í dag á fréttasviði 365 miðla í Skaftahlíð.

Hið nýstofnaða félag mun berjast fyrir jafnlaunavottun innan fyrirtækisins, auknum hlut kvenna í stjórnunarstöðum, auknum tjáskiptum og upplýsingaflæði og aðstöðu fyrir börn starfsmanna innan fyrirtækisins, ásamt öðru.

„Þetta er frábært framtak og okkur öllum til hagsbóta. Fjölmiðlar hafa lengi verið alltof karllægir og við hjá fréttamiðlum 365 viljum breyta því,“ segir Mikael Torfason, aðalritstjóri 365 miðla sem halda úti fréttamiðlunum Fréttablaðinu, Vísir.is, fréttastofu Stöðvar 2 og fréttastofu Bylgjunnar.

„Með kvenfélaginu ætlum við að standa vörð um réttindi þeirra fjöldamörgu kvenna sem vinna á fréttasviði 365 miðla,“ segir María Lilja Þrastardóttir, fréttamaður á Stöð 2.

Samkvæmt Ingibjörgu Pálmadóttur, stjórnarformanni 365 miðla, er jafnlaunavottun nú þegar farin í gang hjá fyrirtækinu.

Félag kvenna í atvinnulífinu ýtti á þriðjudag úr vör fjölmiðlaverkefni sínu og kynnti könnun um hlutfall viðmælenda eftir kyni í fréttum og spjallþáttum ljósvakamiðla, þar sem fram kom að viðmælendum í fréttum í dag er sjö karlar á móti þremur konum.

Kvenfélagið, ásamt öllum innan fréttastofunnar, vilja fara í samstarf við FKA og fleiri um að jafna þessi hlutföll.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.