Innlent

Karlar 70 prósent viðmælenda í ljósvakamiðlunum

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Hulda Bjarnadóttir
Hulda Bjarnadóttir
 „Niðurstöðurnar koma ekki á óvart. Þetta hefur þó heldur mjakast því árið 2005 voru átta karlar á móti tveimur konum viðmælendur í fréttum en í dag er hlutfallið sjö karlar á móti þremur konum,“ segir Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu.

Félagið ýtti fjölmiðlaverkefni sínu úr vör í gær og kynnti um leið könnun sem Creditinfo gerði fyrir félagið á hlutfalli viðmælenda eftir kyni í fréttum og spjallþáttum ljósvakamiðlana. Taldir voru viðmælendur á tímabilinu 1. febrúar 2009 til 30. ágúst 2013.



Heildarfjöldi viðmælenda var rúmlega 100 þúsund. Af þeim voru 70 þúsund karlar. Hlutfall kvenna í spjallþáttum var heldur hærra en í fréttum. Karlar voru um það bil tvöfalt fleiri en konur sem viðmælendur í spjallþáttum.

Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri 365 frétta, var þátttakandi á fundi FKA í gær. Hann segir að fréttastofan vilji fara í samstarf við FKA og hugsanlega fleiri aðila um að afla gagna um kynjahlutföll viðmælenda í öllum fréttamiðlum 365. „Markmiðið með því samstarfi á síðan að vera að jafna þessi hlutföll, mun hraðar en hefur gerst á undanförnum átta árum,“ segir Ólafur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×