Innlent

Klapptréð er þeirra

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Tveir íslenskir aðdáendur hljómsveitarinnar One Direction duttu heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar þeir fengu gefins klapptré sem notað var í tökum á nýjasta myndbandi sveitarinnar.

Bresk-írska drengjasveitin One Direction hefur tröllriðið heimsbyggðinni síðustu þrjú ár og fellur ungt kvenfólk víða um heim í yfirlið þegar þær komast í tæri við meðlimi sveitarinnar. Fréttablaðið birti í morgun viðtal við íslenska tökumanninn Magna Ágústsson sem á dögnum tók upp nýjasta lag hljómsveitarinnar Story of My Life.

Dætur Magna, þær Úlfhildur og Dýrleif, eru miklir One Direction aðdáendur og duttu þær heldur betur í lukkupottinn á dögunum en pabbi þeirra gerði sér lítið fyrir og græjaði fyrir dætur sínar eiginhandaráritunum strákanna í sveitinni og eins fengu þær klapptréð sem notað var í tökunum. Sú eldri, Dýrleif segist hafa misst það þegar hún fékk gjöfina en sú yngri, Úlfhildur, segist nú alveg hafa verið nokkuð róleg.

Systurnar væru alveg til í að fara í tónleikaferðaleg með strákunum og er Dýrleif mjög spennt fyrir þeirri hugmynd, „Í fyrsta lagi myndi ég öskra og í öðru lagi myndi ég gráta af gleði“, segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×