Innlent

"Foreldrar virði rétt barna sinna til friðhelgi einkalífs“

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Foreldrar þurfa að virða rétt barna sinna til friðhelgi einkalífs þegar kemur að efni sem þau birta um börnin sín á internetinu. Þetta segir framkvæmdastjóri Heimili og skóla.

Samfélagsmiðlar eru stór hluti af daglegu lífi fólks nú á tímum og setja margir þangað inn myndir af sér og börnum sínum. Börn eru oft á tíðum ekki einu sinni fædd þegar myndir byrja að birtast af þeim á Facebook síðum, en sónarmyndir eru vinsæl leið til að tilkynna um væntanlega komu barns í heiminn.

Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir foreldra verða að virða rétt barna til einkalífs og friðhelgi einkalífsins. „Og hugsa tvisvar um áður en þeir fara að pósta einhverju sem að hugsanlega myndi njóta einhvers vafa. Þannig að þeir þurfa alltaf að hafa velferð barna í fyrirrúmi“, segir hún.

Hrefna er á því að foreldrar þurfi að spyrja sig að nokkrum spurnngum áður en þeir birta færslur um börn sín á netinu. „Vil ég að einhver annar hafi aðgang að þessu efni og er einhver möguleiki á að misnota þetta efni“, segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×