Fótbolti

Uppfært: Alfreð gerði gagntilboð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alfreð Finnbogason í leik með Heerenveen.
Alfreð Finnbogason í leik með Heerenveen. NORDIC PHOTOS / GETTY IMAGES
Knattspyrnumaðurinn Alfreð Finnbogason, leikmaður Heerenveeen, hefur ekki hafnað nýjum samningi við hollenska félagið Heerenveen. Sóknarmaðurinn hefur gert félaginu gagntilboð.

Hollenska liðið vill halda í framherjann en hann þykir gríðarlega eftirsóttur í Evrópu og var til að mynda sterklega orðaður við skosku meistarana í Celtic.

„Við viljum að félagið geri sér grein fyrir hversu mikilvægur leikmaður Alfreð er,“ var haft eftir Magnúsi Agnari Magnússyni, umboðsmanni leikmannsins, í hollenskum fjölmiðlum. Var fullyrt að Alfreð hefði hafnað nýjum samningi en hið rétta er að gagntilboð hafi verið gert.

Alfreð hefur farið frábærlega af stað fyrir liðið á tímabilinu og stóð sig einstaklega vel á því síðasta. Leikmaðurinn á tvö ár eftir af samningi sínum við Heerenveen og gæti vel farið að hann yfirgefið klúbbinn í þessum mánuði.

„Hann virðist ekki átta sig á því hvað fjárhagslegir erfileikar eru,“ sagði Gaston Sporre, framkvæmdastjóri Heerenveen, við dagblaðið Leeuwarder Courant um viðbrögð Alfreðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×